Enski boltinn

Ferguson: Tottenham getur náð meistaradeildarsæti

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hefur trú á því að Tottenham geti gert góða hluti á yfirstandandi tímabili á Englandi en liðið hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína til þessa.

Hann telur að Lundúnafélagið eigi raunhæfa möguleika á að enda í einu af fjórum efstu sætum deildarinnar.

„Harry Redknapp hefur verið að gera góða hluti á leikmannamarkaðnum og styrkt liðið mjög. Þeir eiga nú raunhæfa möguleika á að ná meistaradeildarsæti," segir Ferguson en United heimsækir Tottenham einmitt á White Hart Lane-leikvanginn á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×