Lífið

Judi Dench svarar spurningum frá átján frægustu vinum sínum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ian McKellen kom með góða spurningu.
Ian McKellen kom með góða spurningu.

Breska leikkonan Judi Dench tók þátt í skemmtilegu innslagi á YouTube-síðu breska Vogue í byrjun mánaðarins.

Þar má sjá 18 þekkta vini Dench spyrja hana erfiðra spurninga sem hún gerði sitt besta til að svara. Dench er 85 ára og hefur heldur betur komið víða við í leiklistarsenunni síðustu áratugi.

Hún er helst þekkt fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum um leyniþjónustumanninn James Bond.

Meðal þeirra sem vörpuðu fram spurningu voru Cara Delevingne, Stormzy, Charlize Theron, Naomi Scott, Kate Moss, Daniel Craig og Ian McKellen.

Hér að neðan má sjá útkomuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.