Íþróttafólkið á ÓL í Tókýó mun sofa á papparúmum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 23:30 Papparúmin sem verða í boði fyrir íþróttafólkið á ÓL í Tókýó í sumar. Getty/Kyodo New Eitt af því sem verður að vera í lagi nóttina fyrir mikilvæga íþróttakeppni er gott rúm. Þess vegna vekur það talsverða athygli að rúm íþróttafólksins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar verða gerð úr pappa. „Þessi rúm þola upp í 200 kíló,“ sagði Takashi Kitajima, framkvæmdastjóri Ólympíuþorpsins þar sem íþróttafólkið mun gista á meðan leikunum stendur. Það er afar ólíklegt að einhver íþróttafólksins sé þyngri en það. „Þessi rúm eru sterkari en rúm úr tré,“ bætti Kitajima við í viðtali við blaðamann New York Daily News. Cardboard beds for Tokyo 2020 Athletes Village will be an Olympic first https://t.co/101Zj61l2Cpic.twitter.com/4yxL4FXzHm— NY Daily News Sports (@NYDNSports) January 9, 2020 Það mun þó ekki ganga upp að fagna Ólympíuverðlaunum með því að stökkva upp í rúm. „Auðvitað brotna þessi rúm eins og trérúm ef fólk er að hoppa á þeim,“ sagði Takashi Kitajima. Rúmin verða síðan endurunnin eftir leikana og unnin úr þeim endurunninn pappír. Dýnan sjálf er auðvitað ekki úr pappa en hún verður líka endurunnin í alls kyns plasthluti. Það verða átján þúsund papparúm í Ólympíuþorpinu en það er byggt upp af 21 íbúðaturnum. Þetta er í fyrsta sinn sem rúm íþróttafólks á Ólympíuleikunum verða endurnýjanleg eftir leikanna. Forráðamenn Ólympíuleikanna kynntu nýju rúmin í gær en sjálft Ólympíuþorpið verður ekki tilbúið fyrr en í júní. Ólympíuleikarnir hefjast 24. júlí en rúmin verða einnig notuð á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst 25. ágúst. Athletes at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games will sleep on beds made from partially recycled cardboard https://t.co/JXPgrqRZ1Wpic.twitter.com/IDprcPOAxi— Reuters (@Reuters) January 9, 2020 Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira
Eitt af því sem verður að vera í lagi nóttina fyrir mikilvæga íþróttakeppni er gott rúm. Þess vegna vekur það talsverða athygli að rúm íþróttafólksins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar verða gerð úr pappa. „Þessi rúm þola upp í 200 kíló,“ sagði Takashi Kitajima, framkvæmdastjóri Ólympíuþorpsins þar sem íþróttafólkið mun gista á meðan leikunum stendur. Það er afar ólíklegt að einhver íþróttafólksins sé þyngri en það. „Þessi rúm eru sterkari en rúm úr tré,“ bætti Kitajima við í viðtali við blaðamann New York Daily News. Cardboard beds for Tokyo 2020 Athletes Village will be an Olympic first https://t.co/101Zj61l2Cpic.twitter.com/4yxL4FXzHm— NY Daily News Sports (@NYDNSports) January 9, 2020 Það mun þó ekki ganga upp að fagna Ólympíuverðlaunum með því að stökkva upp í rúm. „Auðvitað brotna þessi rúm eins og trérúm ef fólk er að hoppa á þeim,“ sagði Takashi Kitajima. Rúmin verða síðan endurunnin eftir leikana og unnin úr þeim endurunninn pappír. Dýnan sjálf er auðvitað ekki úr pappa en hún verður líka endurunnin í alls kyns plasthluti. Það verða átján þúsund papparúm í Ólympíuþorpinu en það er byggt upp af 21 íbúðaturnum. Þetta er í fyrsta sinn sem rúm íþróttafólks á Ólympíuleikunum verða endurnýjanleg eftir leikanna. Forráðamenn Ólympíuleikanna kynntu nýju rúmin í gær en sjálft Ólympíuþorpið verður ekki tilbúið fyrr en í júní. Ólympíuleikarnir hefjast 24. júlí en rúmin verða einnig notuð á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst 25. ágúst. Athletes at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games will sleep on beds made from partially recycled cardboard https://t.co/JXPgrqRZ1Wpic.twitter.com/IDprcPOAxi— Reuters (@Reuters) January 9, 2020
Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira