Umsátrinu lokið 19. apríl 2013 07:52 Búið er að handsama Dzokhar A Tarnaev. Yngri bróðirinn, Dzokhar A Tarnaev, sem grunaður er um að bera ábyrgð á sprengingunum í Boston maraþoninu á mánudaginn var handtekinn rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Fox News og BBC greina frá þessu. Umsátursástand hafði þá staðið yfir í nokkurn tíma í bakgarði nærri Boston í kvöld. Eldri bróðirinn fórst í skotárás í nótt. Þrír fórust í sprengingunum á mánudaginn, sá yngsti var átta ára gamall drengur, sem beið eftir pabba sínum sem hljóp í maraþoninu. Tugir manna særðust, þar af nokkrir lífshættulega. Aflima þurfti nokkra þeirra. Útgöngubann hefur verið í Boston í dag vegna leitar að yngri bróðurnum. ...Uppfært00:45Dzokhar A Tarnaev yngri bróðirinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á sprenginunum i Boston á mánudaginn er í haldi lögreglunnar. Hann var umkringdur i báti í garði í nágrenni Boston fyrr í kvöld. Þar var hann umkringdur og gafst upp fyrir lögreglunni. Eldri bróðirinn var skotinn til bana í nótt sem leið. Uppfært00:20Svo virðist vera sem lögreglan í Boston sé búin að umkringja yngri bróðurinn sem grunaður er um að hafa orðið valdur að sprengingunum í Boston á mánudagskvöld. Sá eldri var skotinn til bana í nótt sem leið. Sá yngri, sem er nítján ára, er umkringdur á bát skammt frá Boston. Önnur sprenging heyrðist í kvöld og skothvellir en nánari fréttir af gangi mála hafa ekki heyrst. Fox fréttastofan segir að hinn nítján ára gamli sé særður eftir skotbardaga í kvöld. Uppfært 21:51Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar á næstu mínútum. Uppfært 18:48Lögreglan fór í húsleit heima hjá systur bræðrana nú síðdegis. Föðurbróðir þeirra las upp yfirlýsingu fyrir utan heimili sitt í Bandaríkjunum í dag. Hvatti hann Tsarnaev að gefa sig fram. Uppfært 18:19Yfirvöld segja að Tamerlan, sem lést í skotbardaga við lögreglu í nótt, hafi ferðast til Rússlands í síðasta mánuði. Leit stendur enn yfir af hinum bróðurnum, Dzhokhar. Uppfært 16:34Sprengjusérfræðingar rannsaka nú bifreið frá Massachusettsfylki við Níagarafossa. Dzhokar Tsarnaev varð bandarískur ríkisborgari þann 11. september í fyrra.... Uppfært 16:32Tamerlan Tsarnaev tók flug frá JFK-flugvelli til Rússlands í fyrra og var utan Bandaríkjanna í sex mánuði. MSNBC greinir frá. Systir bræðranna segist ekki skilja hvað hljóp í bræður sína. Faðir þeirra, Anzor Tsarnaev, biðlar til sonar síns að gefa sig fram til lögreglu. Hann varar yfirvöld við, og segir að ef sonur sinn verði drepinn „fari allt á annan endann“. Hann fullyrðir að lögregla hafi leitt syni sína í gildru. „Ef þeir drepa hann veit ég að um samsæri er að ræða.“ ... Uppfært 15:27Ramzan Karimov, leiðtogi Téténíu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins:„Atburðirnir í Boston eru hræðilegir. Við höfum áður vottað íbúum borgarinnar samúð okkar og Bandaríkjanna allra. Allar tilraunir til að tengja bræðurna, séu þeir sekir, við Téténíu eru til einskis. Þeir ólust upp í Bandaríkjunum og skoðanir þeirra mótuðust þar. Það er nauðsynlegt að leita að rótum illskunnar í Bandaríkjunum. Við vonumst til að þeir sem slösuðust muni ná bata og við deilum sorg Bandaríkjamanna.“... Uppfært 14:19Nú leitar lögregla tveggja manna í Boston í tengslum við málið. Þá hefur verið lýst eftir grárri Hondu-bifreið sem er talin á leið um Connecticut. MSNBC hafa greint frá því að lest hafi verið umkringd í Connecticut. Fréttir af málinu eru misvísandi og erfitt er að átta sig á aðstæðum. Við uppfærum fréttina jafnóðum og fregnir berast. ... Uppfært 12:44Lögregla og sérsveitarmenn hafa umkringt íbúðarhús í Watertown. ...Uppfært 12:28 Lögreglan í Boston hefur fyrirskipað öllum íbúum borgarinnar að halda sig innandyra. ...Uppfært12:06Greint hefur verið frá nafni mannsins sem skotinn var til bana í morgun við MIT-háskólann í Cambridge. Hann heitir Tamerlan Tsarnaev og er 26 ára gamall. Bróðir hans, Dzhokhar A. Tsarnaev, er enn á flótta. Þá berast fregnir af því að þriðji maður, grunaður vitorðsmaður bræðranna, hafi verið handtekinn. ...Uppfært 11:10 Maðurinn sem nú er eltur heitir Dzhokhar A. Tsarnaev. Hann er 19 ára gamall. frá Téténíu. Sá sem skotinn var til bana fyrr í morgun er bróðir hans. Þeir bræður eru sagðir hafa búið í Bandaríkjunum í eitt ár. ... Áköf leit stendur nú yfir í Boston, þar ríkir stríðsástand, en annar þeirra sem grunaður er um að hafa staðið fyrir sprengingunum við Boston-maraþonið er hundeltur. Hann er talinn vopnaður og hafa að auki sprengiefni á sér. Almenningssamgöngur hafa verið stöðvaðar í Boston, og búðareigendur beðnir um að loka búðum sínum. Götum hefur verið lokað. Vitorðsmaður hans, sem talið er, var skotinn til bana á stúdentagarði í Cambridge, við MIT háskólann. Háskólinn er norðan af Boston. Eftirför lögreglu endaði með því að maðurinn skaut öryggisvörð á svæðinu til bana, áður en hann var sjálfur skotinn. Fréttir frá snemma í morgun af þessum atburðum hafa verið misvísandi. Lögregla hafði áður birt ógreinilegar myndir af tveimur mönnum með derhúfur, sem náðust á öryggismyndavélar, en þeir þóttu grunsamlegir og full ástæða talin að tengja þá ódæðinu. Vísir greindi fyrr í morgun frá skotárás sem var við MIT háskólann í Cambridge skammt norðan Boston, en þá var talið ólíklegt að sú skotárás tengdist málinu. Nú virðist annað komið á daginn.Hér má sjá óklippt myndskeið af skotbardaganum:Hér má sjá færslur frá fréttamiðlum og einstaklingum um ástandið í Boston af Twitter: Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Yngri bróðirinn, Dzokhar A Tarnaev, sem grunaður er um að bera ábyrgð á sprengingunum í Boston maraþoninu á mánudaginn var handtekinn rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Fox News og BBC greina frá þessu. Umsátursástand hafði þá staðið yfir í nokkurn tíma í bakgarði nærri Boston í kvöld. Eldri bróðirinn fórst í skotárás í nótt. Þrír fórust í sprengingunum á mánudaginn, sá yngsti var átta ára gamall drengur, sem beið eftir pabba sínum sem hljóp í maraþoninu. Tugir manna særðust, þar af nokkrir lífshættulega. Aflima þurfti nokkra þeirra. Útgöngubann hefur verið í Boston í dag vegna leitar að yngri bróðurnum. ...Uppfært00:45Dzokhar A Tarnaev yngri bróðirinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á sprenginunum i Boston á mánudaginn er í haldi lögreglunnar. Hann var umkringdur i báti í garði í nágrenni Boston fyrr í kvöld. Þar var hann umkringdur og gafst upp fyrir lögreglunni. Eldri bróðirinn var skotinn til bana í nótt sem leið. Uppfært00:20Svo virðist vera sem lögreglan í Boston sé búin að umkringja yngri bróðurinn sem grunaður er um að hafa orðið valdur að sprengingunum í Boston á mánudagskvöld. Sá eldri var skotinn til bana í nótt sem leið. Sá yngri, sem er nítján ára, er umkringdur á bát skammt frá Boston. Önnur sprenging heyrðist í kvöld og skothvellir en nánari fréttir af gangi mála hafa ekki heyrst. Fox fréttastofan segir að hinn nítján ára gamli sé særður eftir skotbardaga í kvöld. Uppfært 21:51Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar á næstu mínútum. Uppfært 18:48Lögreglan fór í húsleit heima hjá systur bræðrana nú síðdegis. Föðurbróðir þeirra las upp yfirlýsingu fyrir utan heimili sitt í Bandaríkjunum í dag. Hvatti hann Tsarnaev að gefa sig fram. Uppfært 18:19Yfirvöld segja að Tamerlan, sem lést í skotbardaga við lögreglu í nótt, hafi ferðast til Rússlands í síðasta mánuði. Leit stendur enn yfir af hinum bróðurnum, Dzhokhar. Uppfært 16:34Sprengjusérfræðingar rannsaka nú bifreið frá Massachusettsfylki við Níagarafossa. Dzhokar Tsarnaev varð bandarískur ríkisborgari þann 11. september í fyrra.... Uppfært 16:32Tamerlan Tsarnaev tók flug frá JFK-flugvelli til Rússlands í fyrra og var utan Bandaríkjanna í sex mánuði. MSNBC greinir frá. Systir bræðranna segist ekki skilja hvað hljóp í bræður sína. Faðir þeirra, Anzor Tsarnaev, biðlar til sonar síns að gefa sig fram til lögreglu. Hann varar yfirvöld við, og segir að ef sonur sinn verði drepinn „fari allt á annan endann“. Hann fullyrðir að lögregla hafi leitt syni sína í gildru. „Ef þeir drepa hann veit ég að um samsæri er að ræða.“ ... Uppfært 15:27Ramzan Karimov, leiðtogi Téténíu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins:„Atburðirnir í Boston eru hræðilegir. Við höfum áður vottað íbúum borgarinnar samúð okkar og Bandaríkjanna allra. Allar tilraunir til að tengja bræðurna, séu þeir sekir, við Téténíu eru til einskis. Þeir ólust upp í Bandaríkjunum og skoðanir þeirra mótuðust þar. Það er nauðsynlegt að leita að rótum illskunnar í Bandaríkjunum. Við vonumst til að þeir sem slösuðust muni ná bata og við deilum sorg Bandaríkjamanna.“... Uppfært 14:19Nú leitar lögregla tveggja manna í Boston í tengslum við málið. Þá hefur verið lýst eftir grárri Hondu-bifreið sem er talin á leið um Connecticut. MSNBC hafa greint frá því að lest hafi verið umkringd í Connecticut. Fréttir af málinu eru misvísandi og erfitt er að átta sig á aðstæðum. Við uppfærum fréttina jafnóðum og fregnir berast. ... Uppfært 12:44Lögregla og sérsveitarmenn hafa umkringt íbúðarhús í Watertown. ...Uppfært 12:28 Lögreglan í Boston hefur fyrirskipað öllum íbúum borgarinnar að halda sig innandyra. ...Uppfært12:06Greint hefur verið frá nafni mannsins sem skotinn var til bana í morgun við MIT-háskólann í Cambridge. Hann heitir Tamerlan Tsarnaev og er 26 ára gamall. Bróðir hans, Dzhokhar A. Tsarnaev, er enn á flótta. Þá berast fregnir af því að þriðji maður, grunaður vitorðsmaður bræðranna, hafi verið handtekinn. ...Uppfært 11:10 Maðurinn sem nú er eltur heitir Dzhokhar A. Tsarnaev. Hann er 19 ára gamall. frá Téténíu. Sá sem skotinn var til bana fyrr í morgun er bróðir hans. Þeir bræður eru sagðir hafa búið í Bandaríkjunum í eitt ár. ... Áköf leit stendur nú yfir í Boston, þar ríkir stríðsástand, en annar þeirra sem grunaður er um að hafa staðið fyrir sprengingunum við Boston-maraþonið er hundeltur. Hann er talinn vopnaður og hafa að auki sprengiefni á sér. Almenningssamgöngur hafa verið stöðvaðar í Boston, og búðareigendur beðnir um að loka búðum sínum. Götum hefur verið lokað. Vitorðsmaður hans, sem talið er, var skotinn til bana á stúdentagarði í Cambridge, við MIT háskólann. Háskólinn er norðan af Boston. Eftirför lögreglu endaði með því að maðurinn skaut öryggisvörð á svæðinu til bana, áður en hann var sjálfur skotinn. Fréttir frá snemma í morgun af þessum atburðum hafa verið misvísandi. Lögregla hafði áður birt ógreinilegar myndir af tveimur mönnum með derhúfur, sem náðust á öryggismyndavélar, en þeir þóttu grunsamlegir og full ástæða talin að tengja þá ódæðinu. Vísir greindi fyrr í morgun frá skotárás sem var við MIT háskólann í Cambridge skammt norðan Boston, en þá var talið ólíklegt að sú skotárás tengdist málinu. Nú virðist annað komið á daginn.Hér má sjá óklippt myndskeið af skotbardaganum:Hér má sjá færslur frá fréttamiðlum og einstaklingum um ástandið í Boston af Twitter:
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira