Árni Björn sló í gegn Telma Tómasson skrifar 16. mars 2018 16:00 Árni Björn Pálsson. Stöð 2 Sport Afreksknapinn Árni Björn Pálsson sýndi yfirburðar reiðmennsku, mýkt, þjálni og vel útfærðar fimiæfingar á Flaumi frá Sólvangi í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum sem fram fór í TM Reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi. Hann uppskar enda fyrsta sætið og var mjög sáttur með frammistöðuna. „Það er svolítið langt síðan ég hef staðið á efsta pallinum,“ sagði Árni Björn þegar sigurinn var í höfn. „Ég er búinn að leggja mikið á mig með þennan hest og er gríðarlega stoltur af því hvað hann er kominn langt. Þetta var bara svakalega skemmtilegt.“ Það er mál manna að gæðingafimi sé að festa sig í sessi sem keppnisgrein í hestaíþróttum, en greinilegur faglegur stígandi er í sýningum og útfærslum knapanna með hesta sína. Keppnisgreinin hefur ekki verið í jafn háum gæðaflokki áður. Sýningu Árna Björns og Flaums í A-úrslitum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23 2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59 4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49 5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31Staðan í einstaklingskeppninnni Jakob Svavar Sigurðsson hafði tekið afgerandi forystu í stigasöfnun í einstaklingskeppninni og leiðir enn með nokkrum mun. Hins vegar er hlaupin spenna aftur í keppnina eftir gæðingafimina og nú er allt galopið á ný, en stigahæsti knapinn vinnur Meistaradeildina hverju sinni. Staðan eftir gærkvöldið lítur svona út:Einstaklingskeppni Jakob Svavar Sigurðsson 36 stig Árni Björn Pálsson 26,5 stig Viðar Ingólfsson 26 stig Elin Holst 18,5 stig Sylvía Sigurbjörnsdóttir 18 stig Hestar Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Sjá meira
Afreksknapinn Árni Björn Pálsson sýndi yfirburðar reiðmennsku, mýkt, þjálni og vel útfærðar fimiæfingar á Flaumi frá Sólvangi í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum sem fram fór í TM Reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi. Hann uppskar enda fyrsta sætið og var mjög sáttur með frammistöðuna. „Það er svolítið langt síðan ég hef staðið á efsta pallinum,“ sagði Árni Björn þegar sigurinn var í höfn. „Ég er búinn að leggja mikið á mig með þennan hest og er gríðarlega stoltur af því hvað hann er kominn langt. Þetta var bara svakalega skemmtilegt.“ Það er mál manna að gæðingafimi sé að festa sig í sessi sem keppnisgrein í hestaíþróttum, en greinilegur faglegur stígandi er í sýningum og útfærslum knapanna með hesta sína. Keppnisgreinin hefur ekki verið í jafn háum gæðaflokki áður. Sýningu Árna Björns og Flaums í A-úrslitum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23 2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59 4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49 5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31Staðan í einstaklingskeppninnni Jakob Svavar Sigurðsson hafði tekið afgerandi forystu í stigasöfnun í einstaklingskeppninni og leiðir enn með nokkrum mun. Hins vegar er hlaupin spenna aftur í keppnina eftir gæðingafimina og nú er allt galopið á ný, en stigahæsti knapinn vinnur Meistaradeildina hverju sinni. Staðan eftir gærkvöldið lítur svona út:Einstaklingskeppni Jakob Svavar Sigurðsson 36 stig Árni Björn Pálsson 26,5 stig Viðar Ingólfsson 26 stig Elin Holst 18,5 stig Sylvía Sigurbjörnsdóttir 18 stig
Hestar Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Sjá meira