Lífið

Dagatal með léttklæddum íslenskum slökkviliðsmönnum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sala hófst síðastliðinn laugardag.
Sala hófst síðastliðinn laugardag. Vísir / Helgi Finnbogason
Félag Heimsleikafara Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er komið út. „Við byrjuðum á þessu 2006 og höfum gefið það út árlega síðan. Þetta er til að fjármagna ferð okkar á Heimsleika Slökkviliðs- og lögreglumanna, WPFG,“ segir Gunnar Steinþórsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður til átta ára.

Sala hófst síðastliðinn laugardag en slökkviliðsmenn verða í Kringlunni um næstu helgi að selja dagatalið auk þess að vera Í Bankastræti síðustu dagana fyrir jól. „Við gerum þetta við hlið reykskynjarasölunnar okkar, sem hefur verið í gangi síðustu tugi ára,“ segir Gunnar.

Ljósmyndari dagatalsins er slökkviliðsmaðurinn Helgi Finnbogason en fyrirsæturnar eru allar starfandi slökkviliðsmenn.

Heimsleikarnir sem safnað er fyrir ferð á eru haldnir annað hvert ár. „Þetta er íþróttamót sem sumir hafa líkt við Ólympíuleika í bland við landsmót UMFÍ. Þarna er keppt í 60 til 70 greinum; ýmist venjulegar íþróttir eða starfstengdar greinar, eins og til dæmis að rúlla upp slöngum,“ útskýrir Gunnar. Leikarnir voru síðast á Norður-Írlandi og verða næst í Fairfax í Bandaríkjunum.

Mars.Vísir / Helgi Finnbogason
September.Vísir / Helgi Finnbogason
Október.Vísir / Helgi Finnbogason
Desember.Vísir / Helgi Finnbogason





Fleiri fréttir

Sjá meira


×