Tíu verstu kaup sumarsins Elvar Geir Magnússon skrifar 8. desember 2008 17:30 Robbie Keane. Daily Telegraph tók saman lista yfir tíu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar síðasta sumar. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna. 1. Robbie Keane (Tottenham - Liverpool, £20 milljónir) Keane átti að vera hinn fullkomni félagi fyrir Fernando Torres í sókn Liverpool. Annað hefur komið á daginn og í 22 leikjum sínum í rauða búningnum hefur hann aðeins þrívegis leikið allar 90 mínúturnar. Var geymdur á bekknum um nýliðna helgi. 2. Jo (CSKA Moskva - Manchester City, £19 milljónir) Keyptur á metfé til Manchester City en þessi brasilíski leikmaður hefur aðeins skorað eitt deildarmark. Hefur ekki verið í byrjunarliðinu í deildinni síðan í október. 3. Heurelho Gomes (PSV Eindhoven - Tottenham, £7.8 milljónir) Markvarðarvandræði Tottenham voru alls ekki leyst með kaupunum á Gomes. Hefur gert ófá mistökin og stuðningsmenn Tottenham þora varla að horfa þegar andstæðingarnir ná fyrirgjöf fyrir markið. 4. Giovani Dos Santos (Barcelona - Tottenham, £8.6 milljónir) Hefur klárlega mikla hæfileika en er alls ekki að finna sig í enska boltanum eins og margir óttuðust. Virðist ekki vera í áætlunum Harry Redknapp. 5. Dave Kitson (Reading - Stoke City, £5.5 milljónir) Stoke hélt að félagið væri að kaupa mörk með kaupunum á Kitson. En það varð alls ekki raunin. 6. Xisco (Deportivo La Coruna - Newcastle, £5.7 milljónir) Jimenez Tejeda Xisco hefur alls ekki náð að aðlagast lífinu í Bretlandi. Hefur átt við meiðsli að stríða en þegar hann hefur náð að spreyta sig hefur hann lítið sem ekkert sýnt. 7. Nicky Shorey (Reading - Aston Villa, £3 milljónir) Gaf Middlesbrough mark snemma í nóvember og hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan. Shorey er eini vinstri bakvörður Aston Villa en náði samt að missa sæti sitt til Luke Young sem er vanari því að spila sem hægri bakvörður. 8. Johan Elmander (Toulouse - Bolton, £11 milljónir) Hann skoraði vissulega gegn Sunderland en samt sem áður er alls ekki hægt að segja að hann hafi staðið undir væntningum í enska boltanum. 9. Pascal Chimbonda, Teemu Tainio og Steed Malbranque (Tottenham - Sunderland, óuppgefið kaupverð) Sunderland keypti þrjá í pakka frá Tottenham. Staðan í deildinni lýgur ekki og þessir leikmenn hafa ekki náð að bæta Sunderland sem lið. 10. Marvin Emnes (Sparta Rotterdam - Middlesbrough, £3.2 milljónir) Marvin hver? Middlesbrough hefur ekki unnið einn af þeim þremur deildarleikjum þar sem Emnes hefur komið við sögu. Hann er vissulega bara tvítugur en hefur Middlesbrough efni á að borga þetta mikið fyrir varaliðsleikmann? Enski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Daily Telegraph tók saman lista yfir tíu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar síðasta sumar. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna. 1. Robbie Keane (Tottenham - Liverpool, £20 milljónir) Keane átti að vera hinn fullkomni félagi fyrir Fernando Torres í sókn Liverpool. Annað hefur komið á daginn og í 22 leikjum sínum í rauða búningnum hefur hann aðeins þrívegis leikið allar 90 mínúturnar. Var geymdur á bekknum um nýliðna helgi. 2. Jo (CSKA Moskva - Manchester City, £19 milljónir) Keyptur á metfé til Manchester City en þessi brasilíski leikmaður hefur aðeins skorað eitt deildarmark. Hefur ekki verið í byrjunarliðinu í deildinni síðan í október. 3. Heurelho Gomes (PSV Eindhoven - Tottenham, £7.8 milljónir) Markvarðarvandræði Tottenham voru alls ekki leyst með kaupunum á Gomes. Hefur gert ófá mistökin og stuðningsmenn Tottenham þora varla að horfa þegar andstæðingarnir ná fyrirgjöf fyrir markið. 4. Giovani Dos Santos (Barcelona - Tottenham, £8.6 milljónir) Hefur klárlega mikla hæfileika en er alls ekki að finna sig í enska boltanum eins og margir óttuðust. Virðist ekki vera í áætlunum Harry Redknapp. 5. Dave Kitson (Reading - Stoke City, £5.5 milljónir) Stoke hélt að félagið væri að kaupa mörk með kaupunum á Kitson. En það varð alls ekki raunin. 6. Xisco (Deportivo La Coruna - Newcastle, £5.7 milljónir) Jimenez Tejeda Xisco hefur alls ekki náð að aðlagast lífinu í Bretlandi. Hefur átt við meiðsli að stríða en þegar hann hefur náð að spreyta sig hefur hann lítið sem ekkert sýnt. 7. Nicky Shorey (Reading - Aston Villa, £3 milljónir) Gaf Middlesbrough mark snemma í nóvember og hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan. Shorey er eini vinstri bakvörður Aston Villa en náði samt að missa sæti sitt til Luke Young sem er vanari því að spila sem hægri bakvörður. 8. Johan Elmander (Toulouse - Bolton, £11 milljónir) Hann skoraði vissulega gegn Sunderland en samt sem áður er alls ekki hægt að segja að hann hafi staðið undir væntningum í enska boltanum. 9. Pascal Chimbonda, Teemu Tainio og Steed Malbranque (Tottenham - Sunderland, óuppgefið kaupverð) Sunderland keypti þrjá í pakka frá Tottenham. Staðan í deildinni lýgur ekki og þessir leikmenn hafa ekki náð að bæta Sunderland sem lið. 10. Marvin Emnes (Sparta Rotterdam - Middlesbrough, £3.2 milljónir) Marvin hver? Middlesbrough hefur ekki unnið einn af þeim þremur deildarleikjum þar sem Emnes hefur komið við sögu. Hann er vissulega bara tvítugur en hefur Middlesbrough efni á að borga þetta mikið fyrir varaliðsleikmann?
Enski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira