Lífið

LA Times spáir Jónsa Óskarstilnefningu

Blaðamaður Los Angeles Times spáir því að Jónsi hljóti tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir lagið sitt Sticks and Stones úr kvikmyndinni How to Train Your Dragon. Björk Guðmundsdóttir hefur einnig hlotið tilnefningu fyrir lagasmíðar sínar; hún var tilnefnd árið 2001 fyrir Dancer in the Dark.
Blaðamaður Los Angeles Times spáir því að Jónsi hljóti tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir lagið sitt Sticks and Stones úr kvikmyndinni How to Train Your Dragon. Björk Guðmundsdóttir hefur einnig hlotið tilnefningu fyrir lagasmíðar sínar; hún var tilnefnd árið 2001 fyrir Dancer in the Dark.
Todd Martens, tónlistarskríbent bandaríska stórblaðsins Los Angeles Times, spáir því að Jónsi, oftast kenndur við Sigur Rós, hljóti tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir lagið sitt Sticks and Stones sem hljómaði í teiknimyndinni How to Train Your Dragon. Jónsi var fyrr á þessu ári tilnefndur til World Soundtrack Award en tapaði fyrir T-Bone Burnett og laginu The Weary Kind úr kvikmyndinni Crazy Heart.

Jónsi er í grein Martens nefndur í sömu andrá og Alan Menken sem hefur unnið til átta Óskarsverðlauna og þykir líklegur fyrir tónlistina úr teiknimyndinni Tangled. Þá þykir A.R. Rahman nokkuð öruggur um tilnefningu að mati Martens en hann semur tónlistina við 127 hours, ótrúlega kvikmynd Danny Boyle þar sem lag Sigur Rósar, Festival, kemur töluvert við sögu.

Að mati Martens er Jónsi hins vegar ólíkindatólið og blaða­maðurinn tekur fram að leikstjórinn Dean Dublois hafi sýnt nokkuð hugrekki þegar hann valdi Jónsa til að semja aðallagið, tónlist og sköpun íslenska listamannsins hafi ekki beint verið hægt að tengja við barnamyndir. „En á móti kemur að Dublois leikstýrði auðvitað heimildarmyndinni Heima með Sigur Rós og vissi því auðvitað að Jónsi gæti þetta,“ skrifar Martens. Jónsi hefur nú lokið ferð sinni um Asíu og kveður sér næst hljóðs á fósturjörðinni hiann 29. desember í Laugardalshöll. - fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.