Enski boltinn

City sagt vera að undirbúa risatilboð í David Villa

AFP

Breska blaðið Sun segir að Manchester City sé að undirbúa 60 milljón punda kauptilboð í spænska landsliðsframherjann David Villa hjá Valencia.

Hinn 27 ára gamli Villa var markakóngur á EM í sumar þrátt fyrir að missa af úrslitaleiknum vegna meiðsla og hefur skorað 12 mörk í 14 leikjum fyrir Valencia í vetur.

Blaðið heldur því fram að Spánverjanum verði boðinn fimm ára samningur og 150,000 pund í vikulaun hjá City.

Valencia á í fjárhagserfiðleikum og því er talið líklegt að félagið eigi erfitt með að neita slíku risatilboði í leikmanninn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×