Sautján mánaða bölvun Bale 9. desember 2008 16:00 Gareth Bale bíður enn eftir fyrsta deildarsigri sínum með Tottenham NordicPhotos/GettyImages Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale hefur gert það nokkuð gott hjá Tottenham síðan hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma. Þessi 19 ára gamli bakvörður er talinn mikið efni og hefur meira að segja verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United (sjá: Robbie Keane og Dimitar Berbatov). Þegar ófarir Tottenham stóðu sem hæst í haust og liðinu var fyrirmunað að vinna leik undir stjórn Juande Ramos, var oft talað um framfarir Bale sem "einu sólarglætuna í liðinu." Skuggi liggur þó yfir þessari meintu sólarglætu. Fyrirmunað að vinna deildarleik Það er sú staðreynd að Tottenham hefur ekki unnið einn einasta deildarleik þar sem pilturinn hefur komið við sögu frá því hann kom frá Southampton þann 25. maí árið 2007. Þetta eru alls 18 deildarleikir. Bale hefur átt prýðisgóða leiki með liði sínu í deildinni og hefur náð að skora tvö mörk, en honum virðist fyrir munað að ná í sinn fyrsta sigur í deildinni. Þá er sama hvort hann er í byrjunarliði eða kemur við sögu sem varamaður í nokkrar sekúndur. Hann hefur misst úr nokkuð marga leiki vegna meiðsla og á einhvern hátt virðast það hafa verið þessir fáu leikir sem Tottenham hefur unnið í deildinni. Vann síðast Southend Þegar bikarkeppnir eru annars vegar er svo allt önnur staða uppi á teningnum. Bale hefur aldrei tapað bikarleik með liðinu, þar sem það hefur unnið sex leiki og gert tvö jafntefli í Evrópukeppni og unnið báða leikina sem hann spilaði í deildabikarnum. En hvenær vann aumingja Bale þá síðast deildarleik? Það var þann 6. maí á síðasta ári þegar hann lék með Southampton í 4-1 sigri á Southend - fyrir sautján mánuðum síðan. Þess má geta að Tottenham vann síðast deildarleik í gærkvöldi þegar það lagði granna sína í West Ham 2-0. Gareth Bale var þá á varamannabekk Tottenham allan tímann og kom ekki við sögu. Kannski sem betur fer fyrir hans menn. Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale hefur gert það nokkuð gott hjá Tottenham síðan hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma. Þessi 19 ára gamli bakvörður er talinn mikið efni og hefur meira að segja verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United (sjá: Robbie Keane og Dimitar Berbatov). Þegar ófarir Tottenham stóðu sem hæst í haust og liðinu var fyrirmunað að vinna leik undir stjórn Juande Ramos, var oft talað um framfarir Bale sem "einu sólarglætuna í liðinu." Skuggi liggur þó yfir þessari meintu sólarglætu. Fyrirmunað að vinna deildarleik Það er sú staðreynd að Tottenham hefur ekki unnið einn einasta deildarleik þar sem pilturinn hefur komið við sögu frá því hann kom frá Southampton þann 25. maí árið 2007. Þetta eru alls 18 deildarleikir. Bale hefur átt prýðisgóða leiki með liði sínu í deildinni og hefur náð að skora tvö mörk, en honum virðist fyrir munað að ná í sinn fyrsta sigur í deildinni. Þá er sama hvort hann er í byrjunarliði eða kemur við sögu sem varamaður í nokkrar sekúndur. Hann hefur misst úr nokkuð marga leiki vegna meiðsla og á einhvern hátt virðast það hafa verið þessir fáu leikir sem Tottenham hefur unnið í deildinni. Vann síðast Southend Þegar bikarkeppnir eru annars vegar er svo allt önnur staða uppi á teningnum. Bale hefur aldrei tapað bikarleik með liðinu, þar sem það hefur unnið sex leiki og gert tvö jafntefli í Evrópukeppni og unnið báða leikina sem hann spilaði í deildabikarnum. En hvenær vann aumingja Bale þá síðast deildarleik? Það var þann 6. maí á síðasta ári þegar hann lék með Southampton í 4-1 sigri á Southend - fyrir sautján mánuðum síðan. Þess má geta að Tottenham vann síðast deildarleik í gærkvöldi þegar það lagði granna sína í West Ham 2-0. Gareth Bale var þá á varamannabekk Tottenham allan tímann og kom ekki við sögu. Kannski sem betur fer fyrir hans menn.
Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira