Lífið

Borgaði 41 milljón í skatt

Nicholas Cage er stór­skuldugur eftir alls konar brask á undanförnum árum. Getty Images/Nordic photos
Nicholas Cage er stór­skuldugur eftir alls konar brask á undanförnum árum. Getty Images/Nordic photos
Bandaríska leikaranum Nicholas Cage tókst að nurla saman rúmum 360 þúsund dölum eða 41 milljón króna til að greiða skattinum í Bandaríkjunum. Þetta kom fram á Wikileaks-síðu fræga fólksins, TMZ. Cage skuldaði skattinum fjórtán milljónir í ógreidda skatta og gjöld fyrir árin 2002, 2003, 2004 og 2007 en hefur nú innt af hendi greiðslu í reiðufé til skattsins samkvæmt skjölum sem TMZ hefur undir höndum.

Cage hefur átt í fjárhags­erfið­leikum að undanförnu. Hann höfðaði mál gegn fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Samuel Levin, og krafðist tuttugu milljón dala í skaðabætur vegna stórkostlegs taps og lélegra ákvarðana. Fallið var frá málsókninni í september og er talið að samið hafi verið um málið utan dómstóla. Cage var síðan gert að greiða Nevada-bankanum tvær milljónir vegna láns og hús hans í Las Vegas selt á uppboði. Cage skuldaði þá bankanum rúmar tvær milljónir í afborganir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.