Lífið

Coldplay sendir frá sér þemaplötu

Chris Martin og félagar í Coldplay segja sögu á væntanlegri plötu sem er í vinnslu.
Chris Martin og félagar í Coldplay segja sögu á væntanlegri plötu sem er í vinnslu.
Chris Martin, söngvari bresku hljómsveitarinnar Coldplay, hefur upplýst að væntanleg plata hljómsveitarinnar sé þemaplata (e. concept album).

Nafn plötunnar og útgáfudagur eru enn á huldu, en Martin sagði í viðtali við BBC að þetta væri mjög persónuleg plata. „Á plötunni er sagt af tveimur einstaklingum sem eru frekar týndir, sagan er sögð frá þeirra sjónarhorni. Þau hugsa eins, en eru í erfiðu umhverfi og fara í ferðalag saman.“

Hljómsveitin vinnur að nýju plötunni ásamt Brian Eno og upptökustjóranum Marcus Dravs. Hún fylgir eftir plötunni Viva La Vida or Death and All His Friends sem kom út fyrir tveimur árum. „Við erum búnir að eyða tveimur árum í að framleiða mikinn hávaða,“ sagði Martin um gerð plötunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.