Lífið

Hvernig er það eru allir ógeðslega sætir í þessu félagi?

Brynjur og Útlagar, félög leikkvenna og leikara sem eru menntuð erlendis, héldu árlegt jólaglögg á stað sem ber heitið Norðurpóllinn og er staðsettur á Seltjarnarnesi.

Eins og meðfylgjandi myndir sýna var frábær stemning á meðal leikaranna sem voru kátir og áberandi sætir sötrandi jólaglögg fram á nótt.

Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona hóf skemmtunina og las aðventuljóð fyrir hópinn sem snæddi sér á jólasúpu á meðan.

Leikararnir Þórunn Erna Clausen og Bjartmar Þórðarson tróðu síðan upp með tveggja manna útgáfu af sýningunni Rokkið stal jólunum sem þau sýna á Broadway.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.