Mikil spenna og eftirvænting hefur ríkt í tískuheiminum yfir því hver muni hanna brúðarkjól Kate Middleton, tilvonandi eiginkonu Vilhjálms Bretaprins. Nú virðist sem niðurstaða sé komin í málið, en breski fatahönnuðurinn Bruce Oldfield hefur að sögn slúðurmiðla orðið fyrir valinu.
Flestir spáðu því að hin 28 ára gamla Kate myndi fá uppáhalds fatahönnuð sinn Ben de Lisi, sem hannar undir merkinu Issa, til að hanna kjólinn en svo virðist ekki vera. Bruce Oldfield hefur hins vegar fengið margar stórglæsilegar konur til að klæðast kjólum sínum en meðal þeirra eru Barbra Streisand, Catherine Zeta-Jones, Rihanna og Díana prinsessa heitin.
Kate og Vilhjálmur munu ganga í það heilaga þann 29. apríl næstkomandi og fjölmargir hafa sagt að um brúðkaup áratugarins verði að ræða.
Kate komin með kjólahönnuð
