Erlent

Óttast útbreiðslu lömunarveiki

Óttast er að lömunarveiki sé að breiðast út í heiminum á nýjan leik eftir að tekist hafði að halda henni í skefjum um árabil. Á þessu ári hafa 357 ný tilvik komið upp í sautján löndum þar sem veikinnar hafði ekki orðið vart um árabil. Fyrir aðeins tveimur árum var aðeins vitað um veikina í sex löndum og vonast var til að búið yrði að útrýma henni alveg á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×