Lífið

Willow leitar ráða hjá Beyoncé Knowles

Poppdívan Beyoncé miðlar af reynslu sinni við ungstirnið Willow Smith. Hin tíu ára gamla söngkona er á leið í tónleikaferðalag með Justin Bieber eftir áramót.
Poppdívan Beyoncé miðlar af reynslu sinni við ungstirnið Willow Smith. Hin tíu ára gamla söngkona er á leið í tónleikaferðalag með Justin Bieber eftir áramót.
Leikarabarnið og ungstirnið Willow Smith hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og nú hefur hún sótt ráð til poppdívunnar Beyoncé um það hvernig skal tækla frægðina.

„Beyoncé og Jay Z eru mjög góð að gefa mér ráð um pressuna, fjölmiðlana og sönginn. Ég nýti mér það vel,“ segir Willow Smith við fjölmiðla vestanhafs en bætir við að foreldrar hennar séu einnig duglegir að styðja hana en þau Will og Jada Pinkett Smith ættu að luma á góðum ráðum fyrir dóttur sína.

Hin tíu ára gamla söngkona hefur slegið í gegn með lagið Whip My Hair og er á leiðinni í tónleikaferðalag með Justin Bieber á næsta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.