Lífið

Tuttugu tilnefndar til Kraums

Hljómsveitin Apparat Organ Quartet er ein þeirra sem eru tilnefndar til Kraumsverðlaunanna.
Hljómsveitin Apparat Organ Quartet er ein þeirra sem eru tilnefndar til Kraumsverðlaunanna.
Tilnefningar til hinna árlegu Kraumstónlistarverðlauna hafa verið tilkynntar. Tuttugu plötur eru í pottinum en úrslitin verða tilkynnt síðar í desember.

Þetta er þriðja árið í röð sem Kraumsverðlaunin eru afhent. Þau eru veitt þeim verkum í íslenskri plötuútgáfu sem þótt hafa framúrskarandi og spennandi á árinu. Sex plötur urðu fyrir valinu í fyrra, með flytjendunum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, Bloodgroup, Helga Hrafni Jónssyni, Hildi Guðnadóttur, Hjaltalín og Morðingjunum.

Framkvæmd Kraumslistans er með þeim hætti að nú þegar dómnefnd hefur tilnefnt plöturnar tuttugu heldur hún áfram við að velja sjálfan Kraumslistann 2010. Þar verða fimm plötur af umræddum úrvalslista verðlaunaðar sérstaklega. Síðustu tvö ár urðu verðlaunaplöturnar reyndar sex talsins en samkvæmt reglum Kraumslistans hefur dómnefnd leyfi til að fjölga verðlaunaplötum ef sérstakt tilefni þykir til.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.