Lífið

Slegist í brúðkaupi

Slegist var í brúðkaupi glímukappans Hulks Hogan í vikunni. Hér er Hogan ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni og börnum.
Slegist var í brúðkaupi glímukappans Hulks Hogan í vikunni. Hér er Hogan ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni og börnum.
Hulk Hogan kvæntist kærustunni sinni, hinni snoppufríðu Jennifer McDaniel, fyrr í vikunni. Athöfnin átti að vera friðsæl og fór fram á strönd í Flórída.

En veislan fór öðruvísi en ætlað var. Ljósmyndari mætti óboðinn á svæðið og ætlaði að ná myndum af brúðkaupinu en starfsmaður Hogans sagði honum að hypja sig. Ljósmyndarinn lét sig ekki og slagsmál brutust út þegar Hogan og McDaniel voru að fara með brúðkaupsheitin. Lögreglan var kölluð á svæðið, en enginn var handtekinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.