Lífið

Beady ekki síðri en Oasis

Liam Gallagher hefur mikla trú á fyrstu plötu Beady Eye sem er væntan­leg í febrúar.
Liam Gallagher hefur mikla trú á fyrstu plötu Beady Eye sem er væntan­leg í febrúar.
Liam Gallagher telur að fyrsta plata nýju hljómsveitar hans Beady Eye, Different Gear, Still Speeding, sé ekki síðri en frumburður Oasis, Definitely Maybe. „Tónlistarmennirnir eru betri, engin spurning. Söngurinn minn hefur líka aldrei verið betri," sagði Gallagher og bætti við að platan, sem kemur út 28. febrúar, sé virkilega góð. Gallagher var einnig spurður um álit sitt á bresku hljómsveitunum The Vaccines og Brother. Hann sagði þá fyrrnefndu vera leiðinlega og að meðlimir hinnar væru litlir snobbaðir strákar með húðflúr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.