Lífið

Farsímar teknir af brúðkaupsgestum

Gestir í brúðkaupi Nicole Richie og Joels Madden fengu ekki að vera með farsíma á sér.  nordicphotos/getty
Gestir í brúðkaupi Nicole Richie og Joels Madden fengu ekki að vera með farsíma á sér. nordicphotos/getty
Raunveruleikastjarnan Nicole Richie og rokkarinn Joel Madden gengu í hið heilaga helgina sem leið. Samkvæmt heimildarmönnum hafði parið selt birtingaréttinn að brúðkaupsmyndum sínum og var því mjög umhugað um að engar myndir lækju á netið.

„Hún var svo hrædd um að einhver gestanna myndi fara á bak við hana og selja myndir úr brúðkaupinu að farsímar voru teknir af fólki áður en athöfnin hófst. Þetta kom fólki í vont skap því þetta sýnir augljóst vantraust,“ var haft eftir innanbúðarmanni. Richie var víst einnig mjög óákveðin um ýmis smáatriði alveg fram á síðustu stundu og breytti meðal annars matseðlinum nokkrum sinnum.

Kim Kardashian og Christinu Aguilera var báðum boðið í brúðkaupið en mættu ekki vegna vinnu. Nicky Hilton var þó viðstödd brúðkaupið en systir hennar, Paris Hilton, var aftur á móti ekki boðið þrátt fyrir að hafa verið vinkona Richie frá tveggja ára aldri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.