Lífið

Ólafur Arnalds snýr heim

Ólafur Arnalds hefur ferðast víða á árinu. Hann er nú kominn heim og kemur fram í Tjarnarbíói í kvöld ásamt hljómsveitinni For a Minor Reflection.
Ólafur Arnalds hefur ferðast víða á árinu. Hann er nú kominn heim og kemur fram í Tjarnarbíói í kvöld ásamt hljómsveitinni For a Minor Reflection.
Ólafur Arnalds og For a Minor Reflection munu halda sameiginlega tónleika í Tjarnarbíói í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur. Miðasala er hafin á midi.is.

Ólafur Arnalds gaf út plötuna …and They Have Escaped the Weight of Darkness í ár og fékk hún góðar viðtökur. Hann hefur verið á stífum tónleikaferðalögum til kynningar plötunni í ár og spilað víða um heim, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu – allt frá Þýskalandi til Slóvakíu og meira að segja til Suður-Kóreu og Kína.

For a Minor Reflection sendi frá sér aðra breiðskífu sína fyrr á árinu og ber hún nafnið Höldum í átt að óreiðu. Plötuna vann hljómsveitin í Sundlauginni í Mosfellsbæ með upptökustjóranum Scott Hackwith sem hefur meðal annars unnið með goðsögnunum í The Ramones.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.