Lífið

Arcade Fire og Kanye West skipta með sér toppsætinu

Arcade Fire og Kanye West eiga bestu plötur ársins 2010 ef marka má erlend tónlistartímarit.
Arcade Fire og Kanye West eiga bestu plötur ársins 2010 ef marka má erlend tónlistartímarit.
Rapparinn Kanye West og kanadíska hljómsveitin Arcade Fire eiga plötur ársins samkvæmt árslistum hinna ýmsu dagblaða og tónlistartímarita.

Árslistar helstu tónlistartímarita og dagblaða heims hafa verið að tínast inn að undanförnu. Bresku tónlistartímaritin Mojo og Q og hið bandaríska Rolling Stone hafa sent frá sér uppgjör, auk þess sem heimasíðan Metacritic.com hefur tekið hina ýmsu árslista saman og gefið flytjendum einkunnir eftir sætunum sem þeir lenda í.

Ljóst er að plöturnar The Suburbs með kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire og My Beauti­ful Dark Twisted Fantasy með bandaríska rapparanum og hroka­gikknum Kanye West skara fram úr þegar allt er tekið saman og hljóta því að teljast plötur ársins. Báðir flytjendurnir hafa lengi verið í há­vegum hafðir hjá tónlistargagnrýnendum og ætti því að koma fáum á óvart að sjá þá í efstu sætunum. Arcade Fire fékk frábæra dóma fyrir tvær fyrstu plötur sínar, sérstaklega hina mögnuðu Funeral, á meðan Kanye sló í gegn með frumburðinum The College Dropout.

Önnur plata ofarlega á mörgum árslistum er Brothers með rokkdúóinu The Black Keys, auk þess sem bandaríski sveitasöngvarinn Jamey Johnson fær óvænta rós í hnappagatið fyrir plötuna The Guitar Song. Aðrir sem komast í mjúkinn eru rapparinn Big Boi úr hljómsveitinni Outkast sem hefur fengið fína dóma fyrir sína fyrstu sólóplötu, bandaríska sveitin LCD Soundsystem, draumpoppararnir í Beach House, John Grant og gamla kempan Robert Plant.freyr@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.