Lífið

Jennifer ólétt á ný

Jennifer Connolly og Paul Bettany eiga von á barni.
nordicphotos/getty
Jennifer Connolly og Paul Bettany eiga von á barni. nordicphotos/getty
Leikkonan Jennifer Connelly og eiginmaður hennar, Paul Bettany, eiga von á sínu öðru barni. Leikkonan fertuga á nú þegar einn son með eiginmanni sínum, hinn sjö ára Stellan, en hún eignaðist líka soninn Kai fyrir þrettán árum, með fyrrverandi kærasta, David Dugan.

Jennifer og Paul kynntust við tökur á kvikmyndinni „A Beautiful Mind" árið 2001 og giftu sig á nýársdag 2003. Jennifer segir að móðurhlutverkið hafi breytt lífi sínu. „Ég hef lært að taka ábyrgð á sjálfri mér og á mínu lífi eftir að ég varð móðir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.