Serena hefur unnið mót á fjórum mismunandi áratugum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 15:45 Serena Williams með bikarinn og dóttur sína Alexis Olympiu. Getty/Hannah Peters Bandaríska tenniskonan Serena Williams vann í gær sitt fyrsta mót eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Serena Williams vann þá ASB Classic mótið sem fór fram í Auckland í Nýja Sjálandi. Serena vann úrslitaleikinn á móti löndu sinni Jessica Pegula 6-3, 6-4. Serena Williams won her first singles title since giving birth to her daughter, Olympia. Her last win was the 2017 Australian Open, which she won while nearly two months pregnant. https://t.co/JBA3RIWsfd— NYT Sports (@NYTSports) January 12, 2020 Serena Williams eignaðist dótturina Alexis Olympia 1. september 2017. Hún hafði oft verið nærri sigri á móti enda hafði þessi sigursæla tenniskona komist í úrslitaleikinn á þremur risamótum. Serena varð hins vara að sætta sig við tap í úrslitaleiknum á opna bandaríska mótinu 2018 og 2019 sem og á úrslitaleik Wimbledon. Nú náði hún loksins að fagna sigri. „Þetta er góð tilfinning. Þetta hefur tekið langan tíma og ég held að þið sjáið á mér að þetta er léttir. Það er mjög ánægjulegt að vinna úrslitaleik. Þetta er mikilvægur sigur fyrir mig og ég vil byggja ofan á þetta. Þetta er skref í átt að næsta markmiði,“ sagði hin magnaða 38 ára gamla Serena Williams. Næst á dagskrá hjá Serena Williams er einmitt að vinna 24 risatitilinn og framundan er opna ástralska mótið í Melbourne. Serena Williams ákvað eftir sigurinn í Auckland, að gefa allt verðlaunafé sitt, 43 þúsund dollara, í baráttuna gegn gróðureldunum í Ástralíu. Það eru 5,3 milljónir íslenskra króna. Her legend GROWS. With a tournament win this morning in New Zealand, @serenawilliams now has victories in four different decades. pic.twitter.com/UziLluxo5R— NBC Sports (@NBCSports) January 12, 2020 Serena Williams gerði samt meira en að vinna bara þetta mót. Sigur hennar um helgina þýðir að hún hefur nú unnið tennismót á fjórum mismunandi áratugum sem er magnað afrek hjá þessari miklu íþróttakonu. Serena Williams' win in Auckland makes it FOUR decades of being a champion. Serena's wins by decade: 90s: 00s: 10s: 20s:— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 12, 2020 Tennis Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Serena Williams vann í gær sitt fyrsta mót eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Serena Williams vann þá ASB Classic mótið sem fór fram í Auckland í Nýja Sjálandi. Serena vann úrslitaleikinn á móti löndu sinni Jessica Pegula 6-3, 6-4. Serena Williams won her first singles title since giving birth to her daughter, Olympia. Her last win was the 2017 Australian Open, which she won while nearly two months pregnant. https://t.co/JBA3RIWsfd— NYT Sports (@NYTSports) January 12, 2020 Serena Williams eignaðist dótturina Alexis Olympia 1. september 2017. Hún hafði oft verið nærri sigri á móti enda hafði þessi sigursæla tenniskona komist í úrslitaleikinn á þremur risamótum. Serena varð hins vara að sætta sig við tap í úrslitaleiknum á opna bandaríska mótinu 2018 og 2019 sem og á úrslitaleik Wimbledon. Nú náði hún loksins að fagna sigri. „Þetta er góð tilfinning. Þetta hefur tekið langan tíma og ég held að þið sjáið á mér að þetta er léttir. Það er mjög ánægjulegt að vinna úrslitaleik. Þetta er mikilvægur sigur fyrir mig og ég vil byggja ofan á þetta. Þetta er skref í átt að næsta markmiði,“ sagði hin magnaða 38 ára gamla Serena Williams. Næst á dagskrá hjá Serena Williams er einmitt að vinna 24 risatitilinn og framundan er opna ástralska mótið í Melbourne. Serena Williams ákvað eftir sigurinn í Auckland, að gefa allt verðlaunafé sitt, 43 þúsund dollara, í baráttuna gegn gróðureldunum í Ástralíu. Það eru 5,3 milljónir íslenskra króna. Her legend GROWS. With a tournament win this morning in New Zealand, @serenawilliams now has victories in four different decades. pic.twitter.com/UziLluxo5R— NBC Sports (@NBCSports) January 12, 2020 Serena Williams gerði samt meira en að vinna bara þetta mót. Sigur hennar um helgina þýðir að hún hefur nú unnið tennismót á fjórum mismunandi áratugum sem er magnað afrek hjá þessari miklu íþróttakonu. Serena Williams' win in Auckland makes it FOUR decades of being a champion. Serena's wins by decade: 90s: 00s: 10s: 20s:— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 12, 2020
Tennis Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira