Innlent

Eldur kom upp í gufubaði

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Eldur kom upp í gufubaði í Hátúni í Reykjavík klukkan fimm í morgun. Kona sem var á heimilinu var flutt á slysadeild til athugunar vegna gruns um reykeitrun.

Talið er að það hafi kviknað í út frá handklæðum í gufubaðinu, sem var nokkurskonar poki sem viðkomandi klæðir sig í. Slökkviliði þurfti að reykræsta íbúðina.

Miklar annir voru einnig hjá sjúkraflutningamönnum í nótt. Þannig þurftu þeir að sinna 29 útköllum sem þykir í meira lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×