Erlent

Kannabis ekki skilgreint upp á nýtt

Bresk nefnd sem hefur það hlutverk að flokka eiturlyf eftir áhættunni sem þeim fylgir hefur lagst gegn því að Kannabis verði fært upp um flokk. Flokkunum er raðað í stafrófsröð og eru hættulegustu efnin í A flokki.

Kannabis hefur hins vegar verið í C flokki en Gordon Brown forsætisráðherra Breta hefur talað fyrir því að færa efnið í B flokk.

Nefndin komst að því að ekkert styðji þær kenningar að kannabis notkun geti framkallað geðklofa í fólki síðar á lífsleiðinni en það er ein aðal röksemdarfærsla þeirra sem vilja setja efnið í nýjan flokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×