Innlent

Kortaþrjótar í gæsluvarðhald

Tveir karlmenn af útlenskum uppruna hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrir að reyna að greiða fyrir Rolex-úr með fölsuðu greiðslukorti. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald að því er greint er frá á heimasíðu RÚV.

Mennirnir eru báðir á þrítugsaldri. Lögreglan fann tugi falsaðra greiðslukorta á mönnunum þegar þeir voru handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×