Innlent

Lokað í Bláfjöllum - opið í Hlíðarfjalli og víðar

Það verður ekki hægt að fara á snjóbretti í Bláfjöllum í dag.
Það verður ekki hægt að fara á snjóbretti í Bláfjöllum í dag. Mynd Anton Brink
Lokað verður í Bláfjöllum í dag vegna veðurs. Þar er farið að hvessa mikið og skafa. Forsvarsmenn skíðasvæðisins segja ljóst að bæta muni verulega í á næstu klukkustundum og því var ákveðið að opna ekki í morgun en í Bláfjöllum var opið í gær.

Skíðabrekkur eru hins vegar opnar víða um land. Skíðasvæðið í Hliðarfjalli opnaði nú klukkan tíu. Skyggni er þar gott og átta stiga frost. Klukkan ellefu opnar Skíðasvæðið á Siglufirði. Þar er nýr snjór í öllum brekkum, vestan gola og fimm stiga frost.

Þá opnar skíðasvæðið í Tindastóli á hádegi. Þar hefur mikið bætt í af púðursnjó síðustu daga og er þar nú sex stiga frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×