Erlent

Í fríið sem persóna úr Sex and the City

Stóra eplið. Hér verða draumarnir til.
Stóra eplið. Hér verða draumarnir til. MYND/AP

Ferðaskrifstofa í New York býður viðskiptavinum sínum nú að lifa lífi sögupersóna þáttaraðarinnar Sex and the City fyrir 24.000 dali, jafnvirði um 1,8 milljóna króna. Fyrir þessa upphæð gefst ferðalöngum kostur á að spóka sig í nýjasta tískufatnaðinum, njóta þjónustu annáluðustu heilsulinda borgarinnar og dreypa á hanastéli í nokkrum þeirra næturklúbba er komu við sögu í þáttunum.

Að sögn Joanne Konstantinakos hjá ferðaskrifstofunni Destination on Location ganga sjónvarpsþættirnir nú í endurnýjun lífdagana þegar von er á kvikmynd byggðri á efni þeirra. „Sex and the City er gullið tækifæri vegna þess hve þekktir þættirnir eru á heimsvísu. Það er alveg óþarfi að vera New York-búi til að upplifa stemmninguna," sagði hún.

Pakkinn inniheldur fjögurra daga ferðalag um borgina með glæsibifreið og einkabílstjóra og geta þátttakendur valið þema sem byggist á eftirlætispersónu þeirra úr þáttunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×