Vigdís um Havel: Sá hafið fyrst á Íslandi Hugrún Halldórsdóttir skrifar 18. desember 2011 20:00 Vaclav og Vigdís voru góðir vinir. Vaclav Havel, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Tékklands, lést í morgun, sjötíu og fimm ára að aldri. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir mikinn sjónarsvipti vera að góðum vini. Havel sem var einnig leik- og ljóskáld leiddi flauelsbyltinguna í Tékkóslóvakíu árið 1989 sem batt enda á alræðisstjórn kommúnismans þar í landi. Hann gegndi forsetaembætti Tékkóslóvakíu í þrjú ár frá þeim tíma og var kosinn fyrsti forseti Tékklands árið 1993 eftir að Tékkóslóvakíu var skipt í tvö ríki. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var góð vinkona þessa merka manns. „Hann var hugsjónarmaður og barðist alla tíð fyrir sínum hugsjónum og hafði þessa miklu reynslu að hafa setið í fangelsi,“ segir Vigdís þegar hún lýsir vini sínum. Havel var margtilnefndur til friðarverðlauna Nóbels þó hann hafi aldrei hlotið þann heiður. „Hann var alltaf mjög hugmyndaríkur og hafði að hugsjón lýðræði og frelsi einstaklingsins,“ segir Vigdís. Hann kom nokkrum sinnum til Ísland og hafði mikla ánægju af ferðum sínum. „Og sagðist hafa dreymt um það vegna þess að hann hefði lesið íslenska skáldsögu þegar hann var í fangelsinu og sá fyrir sér landið,“ segir Vigdís. Havel mundi ekki nafnið á sögunni en Vigdís gerir sterklega ráð fyrir að hann hafi lesið Borgarættina, eftir Gunnar Gunnarsson. „Hann lýsti því þannig. Hann hafði aldrei séð hafið þegar hann kom hingað, hann vildi alltaf aka einhvers staðar þar sem við sæjum til sjávar.“ Havel lét af embætti árið 2004 en lítið sást til hans opinberlega síðstu ár ævinnar. „Hann hefur ekki verið mjög heilsugóður, hann hefur verið heldur heilsuveill upp á síðkastið, þessi góði vinur. En það er mikill sjónarsviptir að honum,“ segir Vigdís að lokum. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Vaclav Havel, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Tékklands, lést í morgun, sjötíu og fimm ára að aldri. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir mikinn sjónarsvipti vera að góðum vini. Havel sem var einnig leik- og ljóskáld leiddi flauelsbyltinguna í Tékkóslóvakíu árið 1989 sem batt enda á alræðisstjórn kommúnismans þar í landi. Hann gegndi forsetaembætti Tékkóslóvakíu í þrjú ár frá þeim tíma og var kosinn fyrsti forseti Tékklands árið 1993 eftir að Tékkóslóvakíu var skipt í tvö ríki. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var góð vinkona þessa merka manns. „Hann var hugsjónarmaður og barðist alla tíð fyrir sínum hugsjónum og hafði þessa miklu reynslu að hafa setið í fangelsi,“ segir Vigdís þegar hún lýsir vini sínum. Havel var margtilnefndur til friðarverðlauna Nóbels þó hann hafi aldrei hlotið þann heiður. „Hann var alltaf mjög hugmyndaríkur og hafði að hugsjón lýðræði og frelsi einstaklingsins,“ segir Vigdís. Hann kom nokkrum sinnum til Ísland og hafði mikla ánægju af ferðum sínum. „Og sagðist hafa dreymt um það vegna þess að hann hefði lesið íslenska skáldsögu þegar hann var í fangelsinu og sá fyrir sér landið,“ segir Vigdís. Havel mundi ekki nafnið á sögunni en Vigdís gerir sterklega ráð fyrir að hann hafi lesið Borgarættina, eftir Gunnar Gunnarsson. „Hann lýsti því þannig. Hann hafði aldrei séð hafið þegar hann kom hingað, hann vildi alltaf aka einhvers staðar þar sem við sæjum til sjávar.“ Havel lét af embætti árið 2004 en lítið sást til hans opinberlega síðstu ár ævinnar. „Hann hefur ekki verið mjög heilsugóður, hann hefur verið heldur heilsuveill upp á síðkastið, þessi góði vinur. En það er mikill sjónarsviptir að honum,“ segir Vigdís að lokum.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira