Enski boltinn

Eiður Smári orðaður við Reading

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður Smári í leik með Stoke.
Eiður Smári í leik með Stoke.

Enska B-deildarliðið Reading er að leita sér að styrkingu og ætlar að reyna að fá lánaðan leikmann áður en lokað verður fyrir lánasamninga næsta fimmtudag.

Á vefnum Vitalfootball er því velt upp að Brian McDermott, stjóri Reading, sé að reyna að fá Eið Smára Guðjohnsen lánaðan frá Stoke City.

"Það er möguleiki að við fáum lánaðan mann. Ég er að skoða mjög góðan leikmann. Ef það fer í jákvæðan farveg munum við reyna að landa málinu," sagði McDermott.

Eiður hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Stoke City í vetur og spurning hvort hann sé tilbúinn að íhuga að fara annað að láni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×