Valur haldur sigurgöngunni áfram 13. október 2005 14:24 Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Valsstúlkur héldur sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna áfram í gærkvöld með 5–0 sigri á FH á Hlíðarenda. Liðið var þó ekki að spila neitt sérlega sannfærandi í fyrri hálfleik og skoraði Dóra Stefánsdóttir eina mark fyrri hálfleiks á lokamínútunni. Í síðari hálfleik opnuðust hinsvegar allar flóðgáttir og heimamenn bættu við fjórum mörkum. FH-ingar voru ekki eins einbeittar og og í fyrri hálfleik og fengu Valsstúlkur meiri frið við að skjóta á markið. Það bar árangur síðasta hálftímann þegar mörkin röðuðust inn og hefðu hæglega getað orðið fleiri. KR fylgir Val eins og skugginn og er eina liðið, ásamt reyndar ÍBV, sem á einhverja möguleika á að veita Valsstúlkum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Fjölni á útivelli í gær, 0–3, og voru það Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem skoruðu mörk liðsins. Það voru erfiðar aðstæður sem liðin þurftu að búa við í Grafarvoginum; hávaðarok olli því að hvorugt liðanna náði að spila almennilega. KR átti þó mun fleiri færi og fleiri skot og átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Ólöf Pétursdóttir, sem var að spila sinn annan heila leik í marki Fjölnis, átti stórleik og varði 10 skot, mörg hver stórglæsilega. Þór/KA/KS og Stjarnan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín með 3-3 jafntefli í nokkuð fjörugum leik þar sem úrslitin voru fyllilega sanngjörn. Heimastúlkur áttu meira í leiknum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera undir í hálfleik. Í þeim síðari náðu þær hinsvegar að snúa taflinu við og jafna metin. Annað mark Þór/KA/KS skoraði Alexandra Tómasdóttir með þrumufleyg af 40 metra færi á móti vindi. Stjarnan pressaði stíft undir lokin en norðanstúlkur héldu út. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Valsstúlkur héldur sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna áfram í gærkvöld með 5–0 sigri á FH á Hlíðarenda. Liðið var þó ekki að spila neitt sérlega sannfærandi í fyrri hálfleik og skoraði Dóra Stefánsdóttir eina mark fyrri hálfleiks á lokamínútunni. Í síðari hálfleik opnuðust hinsvegar allar flóðgáttir og heimamenn bættu við fjórum mörkum. FH-ingar voru ekki eins einbeittar og og í fyrri hálfleik og fengu Valsstúlkur meiri frið við að skjóta á markið. Það bar árangur síðasta hálftímann þegar mörkin röðuðust inn og hefðu hæglega getað orðið fleiri. KR fylgir Val eins og skugginn og er eina liðið, ásamt reyndar ÍBV, sem á einhverja möguleika á að veita Valsstúlkum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Fjölni á útivelli í gær, 0–3, og voru það Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem skoruðu mörk liðsins. Það voru erfiðar aðstæður sem liðin þurftu að búa við í Grafarvoginum; hávaðarok olli því að hvorugt liðanna náði að spila almennilega. KR átti þó mun fleiri færi og fleiri skot og átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Ólöf Pétursdóttir, sem var að spila sinn annan heila leik í marki Fjölnis, átti stórleik og varði 10 skot, mörg hver stórglæsilega. Þór/KA/KS og Stjarnan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín með 3-3 jafntefli í nokkuð fjörugum leik þar sem úrslitin voru fyllilega sanngjörn. Heimastúlkur áttu meira í leiknum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera undir í hálfleik. Í þeim síðari náðu þær hinsvegar að snúa taflinu við og jafna metin. Annað mark Þór/KA/KS skoraði Alexandra Tómasdóttir með þrumufleyg af 40 metra færi á móti vindi. Stjarnan pressaði stíft undir lokin en norðanstúlkur héldu út.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sjá meira