Sjónvarpsmaðurinn James Lipton látinn Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 20:03 Lipton stýrði Inside the Actors Studio í 24 ár. Getty/Bravo Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri. New York Times greinir frá. Lipton fæddist í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna 19. september 1926, hann stefndi upphaflega á að gerast lögfræðingur en sneri sér að leiklist til þess að geta fjármagnað nám sitt. Lipton kom fram á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu auk þess sem hann skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Leiðarljós en hann lék hlutverk Dr. Dick Grant í þáttunum árin 1952-1962. Þá kom hann einnig fram í Arrested Development, Joey auk þess að koma fram í Simpsons og Family Guy þar sem hann talaði fyrir sig sjálfan.Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem þáttastjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi, þáttanna Inside the Actors Studio en hann starfaði við gerð þáttanna frá 1994 til 2018 þegar hann settist í helgan stein. Í þáttunum ræddi Lipton við fjölda þekkra leikara um ferilinn og gerð ýmissa verkefna. Síðan að Lipton settist í helgan stein hefur enginn fastur stjórnandi stýrt þættinum.Lipton var frá árinu 1970 giftur fyrirsætunni Kedakai Turner. Lipton lést eins og áður segir fyrr í dag og var banamein hans krabbamein í þvagblöðru. Andlát Bandaríkin Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri. New York Times greinir frá. Lipton fæddist í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna 19. september 1926, hann stefndi upphaflega á að gerast lögfræðingur en sneri sér að leiklist til þess að geta fjármagnað nám sitt. Lipton kom fram á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu auk þess sem hann skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Leiðarljós en hann lék hlutverk Dr. Dick Grant í þáttunum árin 1952-1962. Þá kom hann einnig fram í Arrested Development, Joey auk þess að koma fram í Simpsons og Family Guy þar sem hann talaði fyrir sig sjálfan.Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem þáttastjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi, þáttanna Inside the Actors Studio en hann starfaði við gerð þáttanna frá 1994 til 2018 þegar hann settist í helgan stein. Í þáttunum ræddi Lipton við fjölda þekkra leikara um ferilinn og gerð ýmissa verkefna. Síðan að Lipton settist í helgan stein hefur enginn fastur stjórnandi stýrt þættinum.Lipton var frá árinu 1970 giftur fyrirsætunni Kedakai Turner. Lipton lést eins og áður segir fyrr í dag og var banamein hans krabbamein í þvagblöðru.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira