Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp komin til þingsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 19:45 Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir á Alþingi í ár en á sama tíma í fyrra. Þá hafa ráðherrar aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera fram komin samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þingmálaskrá eru settir fram mánuðir til viðmiðunar um hvenær ráðherrar hyggjast leggja mál sín fram á Alþingi. Alls eru sextíu frumvörp á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar áætluð í september og október á þessum þingvetri en aðeins 20 hafa verið lögð fyrir þingið. Meðal þeirra mála sem enn eru ekki fram komin eru frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla, frumvarp forsætisráðherra um vernd uppljóstrara, frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpiðÞað sem af er þessum þingvetri hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fram sjö frumvörp af tuttugu og tveimur sem í þingmálaskrá var miðað við að kæmu fram í september eða október. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur mælt fyrir fjórum frumvörpum af sjö samkvæmt þingmálaskrá, dómsmálaráðherra fyrir þremur af sjö og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir tveimur af fimm. Frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er komið eitt mál til þingsins frá hverjum ráðherra en engin mál frá umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Þess má geta að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var kynnt í ríkisstjórn í vikunni.Grafið sýnir þann fjölda stjórnarfrumvarpa hvers ráðherra sem þegar eru komin til þingsins samanborið við þann fjölda frumvarpa sem miðað var við að útbýtt yrði á Alþingi í september og október.Vísir/HafsteinnÞað sem af er þessum þingvetri hafa alls 20 stjórnarfrumvörp komið til kasta Alþingis, en þau voru 31 á sama tíma í fyrra. Meðal þess sem kann að skýra hvað tefur það að mál rati til þingsins er álag innan ráðuneytanna og fjöldi verkefna þar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í öðrum tilfellum kann að vera uppi pólitískur ágreiningur um einstök mál sem tefja kann framgang þeirra. Engir þingfundir hafa farið fram í þessari viku en ætla má að strax í næstu viku taki fleiri mál að rata inn til þingsins. Tekið skal fram að tölurnar sem hér um ræðir ná aðeins yfir lagafrumvörp ráðherra en ekki þingsályktunartillögur eða þingmannamál. Þá er ekki er óvanalegt að þingmálaskrá standist ekki alltaf sett viðmið. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Vinstri græn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir á Alþingi í ár en á sama tíma í fyrra. Þá hafa ráðherrar aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera fram komin samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þingmálaskrá eru settir fram mánuðir til viðmiðunar um hvenær ráðherrar hyggjast leggja mál sín fram á Alþingi. Alls eru sextíu frumvörp á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar áætluð í september og október á þessum þingvetri en aðeins 20 hafa verið lögð fyrir þingið. Meðal þeirra mála sem enn eru ekki fram komin eru frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla, frumvarp forsætisráðherra um vernd uppljóstrara, frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpiðÞað sem af er þessum þingvetri hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fram sjö frumvörp af tuttugu og tveimur sem í þingmálaskrá var miðað við að kæmu fram í september eða október. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur mælt fyrir fjórum frumvörpum af sjö samkvæmt þingmálaskrá, dómsmálaráðherra fyrir þremur af sjö og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir tveimur af fimm. Frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er komið eitt mál til þingsins frá hverjum ráðherra en engin mál frá umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Þess má geta að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var kynnt í ríkisstjórn í vikunni.Grafið sýnir þann fjölda stjórnarfrumvarpa hvers ráðherra sem þegar eru komin til þingsins samanborið við þann fjölda frumvarpa sem miðað var við að útbýtt yrði á Alþingi í september og október.Vísir/HafsteinnÞað sem af er þessum þingvetri hafa alls 20 stjórnarfrumvörp komið til kasta Alþingis, en þau voru 31 á sama tíma í fyrra. Meðal þess sem kann að skýra hvað tefur það að mál rati til þingsins er álag innan ráðuneytanna og fjöldi verkefna þar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í öðrum tilfellum kann að vera uppi pólitískur ágreiningur um einstök mál sem tefja kann framgang þeirra. Engir þingfundir hafa farið fram í þessari viku en ætla má að strax í næstu viku taki fleiri mál að rata inn til þingsins. Tekið skal fram að tölurnar sem hér um ræðir ná aðeins yfir lagafrumvörp ráðherra en ekki þingsályktunartillögur eða þingmannamál. Þá er ekki er óvanalegt að þingmálaskrá standist ekki alltaf sett viðmið.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Vinstri græn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira