Lífið

Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn

Sylvía Hall skrifar
Þegar allt lék í lyndi.
Þegar allt lék í lyndi. Vísir/Getty
Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloé Kardashian og barnsfaðir hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, eru hætt saman. Þetta kemur fram á vef Buzzfeed.

Upp komst um framhjáhald Thompson í apríl á síðasta ári þegar myndbönd af honum kyssa aðrar konur á skemmtistað fóru í dreifingu á netinu. Í kjölfarið bárust fleiri fréttir af framhjáhaldi Thompson og var deginum ljósara að hann var ekki við eina fjölina felldur.

Á sama tíma og fregnir af framhjáhaldinu bárust átti Kardashian von á barni þeirra og eignaðist hún dótturina True skömmu síðar. Thompson var viðstaddur fæðinguna en sambandið var sagt vera erfitt þrátt fyrir gleðina í kringum fæðinguna.

Kornið sem fyllti mælinn að sögn heimildarmanns Buzzfeed var þegar fréttir bárust af því að Thompson hafði verið að slá sér upp með Jordyn Woods sem er besta vinkona Kylie Jenner. Atvikið á að hafa átt sér stað í samkvæmi hjá Jenner á sunnudag eftir að Thompson hafði flogið til Los Angeles til að eyða Valentínusardeginum með Kardashian og dóttur þeirra.

Thompson neitaði að hafa reynt við vinkonu yngstu Kardashian-systurinnar í Twitter-færslu sem hann eyddi skömmu síðar. Í færslunni stóð einfaldlega „fake news“ eða „falsfréttir“.


Tengdar fréttir

Sambandið í molum og Khloe undirbýr brottför

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian eignaðist stúlku á fimmtudagsmorguninn. Stúlkan fæddist á spítala í útjaðri borgarinnar Cleveland í Ohio-ríki, þar sem Khloe hefur verið búsett undanfarin misseri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.