Segir gagnrýni á áttundu þáttaröð Game of Thrones kjánalega Andri Eysteinsson skrifar 15. júlí 2019 11:00 Nikolaj Coster-Waldau (hægri) lék hlutverk Jaime Lannister í þáttunum vinsælu. Getty/ Danielle Del Valle Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröð HBO þáttanna Game of Thrones, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu, var harðlega gagnrýnd af aðdáendum víða sem sökuðu mennina að baki þáttunum um áhugaleysi og skemmdarverk. Gengu aðdáendur svo langt að sett var af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað var á HBO að taka þættina úr birtingu, skrifa handritið upp á nýtt og gefa út nýja þætti. Leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem lék Jaime Lannister, gefur lítið fyrir slíka gagnrýni á þáttaröðina og þá DB Weiss og Dan Benoiff. Daninn Coster-Waldau var gestur á ráðstefnunni Con of Thrones í Nashville í Tennessee á dögunum, ásamt fleiri leikurum úr þáttunum. Um gagnrýni sem þáttaröðin, Weiss og Benioff hafa hlotið sagði Costar-Waldau: „Að nokkur skuli halda að mennirnir sem sköpuðu þættina sé ekki þeir ástríðufyllstu í ferlinu. Að halda að þeir hafi helgað þáttunum 10 ár af sínu lífi án þess að haf leitt hugan að því hvernig þættirnir skyldu enda er kjánalegt,“ sagði Coster-Waldau og bætti við að allir sem unnu að þáttunum hafi gefið allt sitt í verkefnið, til þess að búa til eins góða þætti og mögulegt var.Sjá má umræður Coster-Waldau, Jerome Flynn (Bronn), Hönnuh Murray (Gilly), og Miltos Yerolemou (Syrio Forel), í spilaranum hér að neðan. Ummælin sem vísað er til í fréttinni heyrast eftir rúma 21 mínútu. Game of Thrones Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Áttunda og jafnframt síðasta þáttaröð HBO þáttanna Game of Thrones, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrr á árinu, var harðlega gagnrýnd af aðdáendum víða sem sökuðu mennina að baki þáttunum um áhugaleysi og skemmdarverk. Gengu aðdáendur svo langt að sett var af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað var á HBO að taka þættina úr birtingu, skrifa handritið upp á nýtt og gefa út nýja þætti. Leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem lék Jaime Lannister, gefur lítið fyrir slíka gagnrýni á þáttaröðina og þá DB Weiss og Dan Benoiff. Daninn Coster-Waldau var gestur á ráðstefnunni Con of Thrones í Nashville í Tennessee á dögunum, ásamt fleiri leikurum úr þáttunum. Um gagnrýni sem þáttaröðin, Weiss og Benioff hafa hlotið sagði Costar-Waldau: „Að nokkur skuli halda að mennirnir sem sköpuðu þættina sé ekki þeir ástríðufyllstu í ferlinu. Að halda að þeir hafi helgað þáttunum 10 ár af sínu lífi án þess að haf leitt hugan að því hvernig þættirnir skyldu enda er kjánalegt,“ sagði Coster-Waldau og bætti við að allir sem unnu að þáttunum hafi gefið allt sitt í verkefnið, til þess að búa til eins góða þætti og mögulegt var.Sjá má umræður Coster-Waldau, Jerome Flynn (Bronn), Hönnuh Murray (Gilly), og Miltos Yerolemou (Syrio Forel), í spilaranum hér að neðan. Ummælin sem vísað er til í fréttinni heyrast eftir rúma 21 mínútu.
Game of Thrones Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira