Föstudagsplaylisti DVDJ NNS Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2019 13:00 Kateřina Blahutová hefur búið hér í landi um nokkurt skeið. Claire Paugam Kateřina Blahutová sem yfirleitt er kölluð Katla, er plötu- og vídjósnúður frá Prag í Tékklandi, en hún hefur búið í Reykjavík um nokkurt skeið. Hún smíðar myndefni samhliða því að þeyta skífum, hér má t.a.m. sjá „vörpun“ sem hún sneið að byggingunni Alžbětiny lázně, Elísabetarböðunum í Tékklandi. Þar að auki gerir hún myndskeið fyrir tónleika hjá MSEA, SiGRÚN og Katarzia. Hún heldur tónleikakvöldin Heyrðu hér á landi ásamt klúbbakvöldunum KSK í Prag. Þar að auki er hún hluti af Lunchmeat-hátíðinni sem einnig er haldin í Prag. Hún segir DJ-sett sín „genre-fluid“, hún vilji halda andrúmsloftinu opnu og skuldbindi sig ekki við eina tónlistarstefnu, en þó má heyra skýran tón gegnumgangandi í lagalistanum hennar. Málmkenndur er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann. Katla lýsir listanum sjálf sem „stuttu ferðalagi um evrasísk klúbbadansgólf.“ Hún þeytir skífum á Bar Ananas á morgun og á döfinni hjá henni er m.a. að VJ-a fyrir SiGRÚN á Sónar. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Kateřina Blahutová sem yfirleitt er kölluð Katla, er plötu- og vídjósnúður frá Prag í Tékklandi, en hún hefur búið í Reykjavík um nokkurt skeið. Hún smíðar myndefni samhliða því að þeyta skífum, hér má t.a.m. sjá „vörpun“ sem hún sneið að byggingunni Alžbětiny lázně, Elísabetarböðunum í Tékklandi. Þar að auki gerir hún myndskeið fyrir tónleika hjá MSEA, SiGRÚN og Katarzia. Hún heldur tónleikakvöldin Heyrðu hér á landi ásamt klúbbakvöldunum KSK í Prag. Þar að auki er hún hluti af Lunchmeat-hátíðinni sem einnig er haldin í Prag. Hún segir DJ-sett sín „genre-fluid“, hún vilji halda andrúmsloftinu opnu og skuldbindi sig ekki við eina tónlistarstefnu, en þó má heyra skýran tón gegnumgangandi í lagalistanum hennar. Málmkenndur er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann. Katla lýsir listanum sjálf sem „stuttu ferðalagi um evrasísk klúbbadansgólf.“ Hún þeytir skífum á Bar Ananas á morgun og á döfinni hjá henni er m.a. að VJ-a fyrir SiGRÚN á Sónar.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira