Tveir hjólreiðamenn reknir úr Tour de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Luke Rowe, til hægri, var rekinn út keppninni í gær. EPA/MARCO BERTORELLO Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru nú í fullum gangi en sautjándi keppnisdagurinn fór fram í gær. Tveir keppendur geta þó farið að pakka saman þótt enn séu fjórar sérleiðir eftir. Forráðamenn Tour de France ákváðu nefnilega að reka tvo hjólreiðamenn úr Tour de France í gær fyrir slagsmál á þessari umræddu sautjándu sérleið. Þetta eru Bretinn Luke Rowe og Þjóðverjinn Tony Martin en þeim lenti saman undir lok leiðarinnar. Þeir Lowe og Martin sáust hrinda hvorum öðrum undir lokin á þessari 200 kílómetra sautjándu leið. Rowe talaði um að þeir hafi bara við að berjast um stöðu og að þeir höfðu tekist í hendur eftir keppni dagsins. Það dugði þó ekki til að losna við þessa hörðu refsingu enda hafa báðir lokið sautján keppnisdögum af 21. Liðssamvinnan skiptir máli í Tour de France og því bitnar fjarvera þeirra ekki aðeins á þeim sjálfum heldur einnig á liði þeirra. Luke Rowe er sem dæmi liðsfélagi Geraint Thomas hjá Ineos-liðinu en Thomas vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra. Tony Martin er liðsfélagi Steven Kruijswijk hjá Jumbo-Visma liðinu. Geraint Thomas missti líka liðsfélaga í fyrra en Gianni Moscon dæmdur úr leik í Tour de France 2018 fyrir kýla keppinaut. Liðin þeirra Luke Rowe og Tony Martin hafa áfrýjað þessum dómi sem mörgum þykir vera mjög harður. Luke Rowe og Tony Martin eru samt búnir að leysa sína mál og þeir birtu sameiginlega afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan. Frakkinn Julian Alaphilippe er í forystu eftir sautján keppnisdaga en í öðru sæti er Geraint Thomas. Þriðji er síðan Steven Kruijswijk. Alaphilippe tók forystuna á áttunda degi og hefur haldið henni síðan. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sjá meira
Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru nú í fullum gangi en sautjándi keppnisdagurinn fór fram í gær. Tveir keppendur geta þó farið að pakka saman þótt enn séu fjórar sérleiðir eftir. Forráðamenn Tour de France ákváðu nefnilega að reka tvo hjólreiðamenn úr Tour de France í gær fyrir slagsmál á þessari umræddu sautjándu sérleið. Þetta eru Bretinn Luke Rowe og Þjóðverjinn Tony Martin en þeim lenti saman undir lok leiðarinnar. Þeir Lowe og Martin sáust hrinda hvorum öðrum undir lokin á þessari 200 kílómetra sautjándu leið. Rowe talaði um að þeir hafi bara við að berjast um stöðu og að þeir höfðu tekist í hendur eftir keppni dagsins. Það dugði þó ekki til að losna við þessa hörðu refsingu enda hafa báðir lokið sautján keppnisdögum af 21. Liðssamvinnan skiptir máli í Tour de France og því bitnar fjarvera þeirra ekki aðeins á þeim sjálfum heldur einnig á liði þeirra. Luke Rowe er sem dæmi liðsfélagi Geraint Thomas hjá Ineos-liðinu en Thomas vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra. Tony Martin er liðsfélagi Steven Kruijswijk hjá Jumbo-Visma liðinu. Geraint Thomas missti líka liðsfélaga í fyrra en Gianni Moscon dæmdur úr leik í Tour de France 2018 fyrir kýla keppinaut. Liðin þeirra Luke Rowe og Tony Martin hafa áfrýjað þessum dómi sem mörgum þykir vera mjög harður. Luke Rowe og Tony Martin eru samt búnir að leysa sína mál og þeir birtu sameiginlega afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan. Frakkinn Julian Alaphilippe er í forystu eftir sautján keppnisdaga en í öðru sæti er Geraint Thomas. Þriðji er síðan Steven Kruijswijk. Alaphilippe tók forystuna á áttunda degi og hefur haldið henni síðan.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sjá meira