Notaðar snyrtivörur seljast vel í Japan Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 22. ágúst 2019 06:30 Japan er þekkt fyrir hreinlæti og það er sérstaklega mikill þrýstingur á ungar konur að vera snyrtilegar og lykta vel. Japanir eyða líka meiri peningum en nokkur önnur þjóð í snyrtivörur miðað við íbúafjölda. NORDICPHOTOS/GETTY Japan er þekkt fyrir hreinlæti og þar er lögð mikil áhersla á að fólk, sérstaklega ungar konur, sé alltaf snyrtilegt og vellyktandi. Það kemur því ekki á óvart að snyrtivöruiðnaðurinn í Japan sé mjög stór, en samkvæmt Euromonitor International eyða Japanir meira en nokkur önnur þjóð í snyrtivörur miðað við íbúafjölda. En samkvæmt umfjöllun á vefsíðu The Business of Fashion er líka mikill vöxtur í sölu á notuðum förðunarvörum í Japan, sem skýtur skökku við í landi hreinlætis, af því að notaður farði er oft mengaður af bakteríum.Breytt menning Það selst mikið af alls kyns notuðum vörum í Japan og sala þeirra er að aukast. Það gilda aðrar reglur um förðunarvörur þegar kemur að hreinlæti en flest annað, en eftirspurnin eftir merkjavörum er gríðarleg á sama tíma og ungir Japanir hafa almennt ekki mikið á milli handanna. Þetta unga fólk er að skapa vöxtinn í sölu á notuðum snyrtivörum.Það geta verið skaðlegar bakteríur í notuðum snyrtivörum en sumir ungir Japanir eru tilbúnir að sætta sig við það til að fá ódýrar merkjavörur.Þetta fyrirbrigði gefur ágætis innsýn inn í menningu Japana, sem eru í senn hrifnir af fínustu merkjunum og sífellt sparsamari. Margir Japanir eru stoltir af því að kaupa, nota og eiga ekki mikið og finnst það þægilegt. Á sama tíma eyðir þetta fólk peningunum sínum í gæði sem þeim finnst það skipta máli. Svo skemmir ekki fyrir að notaðar vörur eru umhverfisvænni. Menningin í Japan er líka að breytast, það er aukin áhersla á að deila hlutum og minni áhersla á öfgakennt hreinlæti. Japanir eru heldur ekki einir um að kaupa notaðar snyrtivörur. Þetta er líka stundað í Bandaríkjunum og Litháen, á Reddit og í sérstökum snjallforritum sem eru notuð til að selja notaðar vörur.Tilgangurinn helgar meðalið Það getur verið mjög sóðalegt að deila farða, því bakteríur geta tekið sér bólfestu í notuðum vörum. En sumir ungir Japanir eru tilbúnir að horfa fram hjá því til að fá ódýrt aðgengi að dýrri merkjavöru. Kaupendur notaðra snyrtivara vanda líka kaupin auðvitað vel og skoða hversu oft varan hefur verið notuð, hvenær hún á að renna út og annað slíkt. Seljendur eru líka meðvitaðir um kröfur kaupenda og það ríkir mikið traust og tillitssemi milli kaupenda og seljenda. Þar sem þessar vörur eru seldar eru líka yfirleitt reglur um að þeim sé lýst vel og þær séu ekki útrunnar.Í dag eiga margir ungir Japanir mjög erfitt með að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og þurfa því að spara þegar kemur að snyrtivörum.Sumir sjá notaðan farða bara sem tækifæri til að prófa dýrar snyrtivörur frá þekktum merkjum, því slíkar vörur fara sjaldan á útsölu en eru vinsæl stöðutákn. Ef þeim líkar varan fara þau svo og kaupa hana nýja. Aðrir vilja nota notaðar snyrtivörur sem leikmuni fyrir myndir sem þau birta á samfélagsmiðlum. En það eru margir einfaldlega að reyna að spara. Ungt fólk í Japan er almennt ekki vel efnað, það er erfitt að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og það sér ekki fram á bjartari tíma. Þannig að þetta fólk hefur ekki efni á dýrum snyrtivörum, en vill þær samt, því vörurnar gleðja. Þau vilja reyna að njóta lífsins en um leið draga úr óþarfa eyðslu, svo þau geti fjárfest í upplifunum. Þess vegna freistar það margra að ná sér í ódýrar snyrtivörur. Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Japan er þekkt fyrir hreinlæti og þar er lögð mikil áhersla á að fólk, sérstaklega ungar konur, sé alltaf snyrtilegt og vellyktandi. Það kemur því ekki á óvart að snyrtivöruiðnaðurinn í Japan sé mjög stór, en samkvæmt Euromonitor International eyða Japanir meira en nokkur önnur þjóð í snyrtivörur miðað við íbúafjölda. En samkvæmt umfjöllun á vefsíðu The Business of Fashion er líka mikill vöxtur í sölu á notuðum förðunarvörum í Japan, sem skýtur skökku við í landi hreinlætis, af því að notaður farði er oft mengaður af bakteríum.Breytt menning Það selst mikið af alls kyns notuðum vörum í Japan og sala þeirra er að aukast. Það gilda aðrar reglur um förðunarvörur þegar kemur að hreinlæti en flest annað, en eftirspurnin eftir merkjavörum er gríðarleg á sama tíma og ungir Japanir hafa almennt ekki mikið á milli handanna. Þetta unga fólk er að skapa vöxtinn í sölu á notuðum snyrtivörum.Það geta verið skaðlegar bakteríur í notuðum snyrtivörum en sumir ungir Japanir eru tilbúnir að sætta sig við það til að fá ódýrar merkjavörur.Þetta fyrirbrigði gefur ágætis innsýn inn í menningu Japana, sem eru í senn hrifnir af fínustu merkjunum og sífellt sparsamari. Margir Japanir eru stoltir af því að kaupa, nota og eiga ekki mikið og finnst það þægilegt. Á sama tíma eyðir þetta fólk peningunum sínum í gæði sem þeim finnst það skipta máli. Svo skemmir ekki fyrir að notaðar vörur eru umhverfisvænni. Menningin í Japan er líka að breytast, það er aukin áhersla á að deila hlutum og minni áhersla á öfgakennt hreinlæti. Japanir eru heldur ekki einir um að kaupa notaðar snyrtivörur. Þetta er líka stundað í Bandaríkjunum og Litháen, á Reddit og í sérstökum snjallforritum sem eru notuð til að selja notaðar vörur.Tilgangurinn helgar meðalið Það getur verið mjög sóðalegt að deila farða, því bakteríur geta tekið sér bólfestu í notuðum vörum. En sumir ungir Japanir eru tilbúnir að horfa fram hjá því til að fá ódýrt aðgengi að dýrri merkjavöru. Kaupendur notaðra snyrtivara vanda líka kaupin auðvitað vel og skoða hversu oft varan hefur verið notuð, hvenær hún á að renna út og annað slíkt. Seljendur eru líka meðvitaðir um kröfur kaupenda og það ríkir mikið traust og tillitssemi milli kaupenda og seljenda. Þar sem þessar vörur eru seldar eru líka yfirleitt reglur um að þeim sé lýst vel og þær séu ekki útrunnar.Í dag eiga margir ungir Japanir mjög erfitt með að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og þurfa því að spara þegar kemur að snyrtivörum.Sumir sjá notaðan farða bara sem tækifæri til að prófa dýrar snyrtivörur frá þekktum merkjum, því slíkar vörur fara sjaldan á útsölu en eru vinsæl stöðutákn. Ef þeim líkar varan fara þau svo og kaupa hana nýja. Aðrir vilja nota notaðar snyrtivörur sem leikmuni fyrir myndir sem þau birta á samfélagsmiðlum. En það eru margir einfaldlega að reyna að spara. Ungt fólk í Japan er almennt ekki vel efnað, það er erfitt að finna stöðuga og vel borgaða vinnu og það sér ekki fram á bjartari tíma. Þannig að þetta fólk hefur ekki efni á dýrum snyrtivörum, en vill þær samt, því vörurnar gleðja. Þau vilja reyna að njóta lífsins en um leið draga úr óþarfa eyðslu, svo þau geti fjárfest í upplifunum. Þess vegna freistar það margra að ná sér í ódýrar snyrtivörur.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira