Carra hefur ekki miklar áhyggjur af ósætti Mané og Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 07:30 Mohamed Salah og Sadio Mane keppast við að skora sem flest mörk fyrir Liverpool liðið. Getty/Andrew Powell Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ósætti tveggja af stærstu stjörnum Evrópumeistara Liverpool enda fór það ekki á milli mála hjá neinum þegar Sadio Mane brjálaðist þegar hann var tekinn af velli á móti Burnley um helgina. Sadio Mane var reiður yfir því að Mohamed Salah reyndi sjálfur að „hnoða“ inn marki í stað þess að gefa á Sadio Mane sem var í dauðafæri. Sadio Mane var búinn að skora í leiknum en Mohamed Salah ekki. Mohamed Salah skoraði aftur á móti tvö mörk í leiknum á undan og hann fær líka að taka vítaspyrnur liðsins. Sadio Mane hefði jafnað við Salah í deildarmörkum á þessu tímabili hefði hann fengið boltann frá Salah og skoraði sitt þriðja mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu jafnmörg mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og enginn leikmaður í deildinni skoraði fleiri mörk. Það er augljóslega mikil keppni í gangi og stuðningsmenn Liverpool hafa nú örugglega áhyggjur af því að hún sé hreinlega orðin of mikil."Salah should've passed it a couple of times, but I like that in goalscorers. I'm sure it'll all be fine."@Carra23 and @laura_woodsy look ahead to Everton's game vs Wolves today, and discuss Liverpool's win over Burnley. You can watch #EVEWOL live on Sky Sports PL from 2pm. pic.twitter.com/eDTZBVQVg5 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2019Gamli Liverpool maðurinn Jamie Carragher, sem starfar nú sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpi, ræddi þessa uppákomu helgarinnar á Sky Sports eins og sjá má hér fyrir ofan. „Salah hefði átt að gefa hann í nokkur skipti en ég hrifinn af því hjá markaskorurum að þeir sjái bara markið. Ég er viss um að þetta verður í lagi,“ sagði Jamie Carragher. Liverpool er með fullt hús á toppnum og Jürgen Klopp fær því nægan tíma til að létta andrúmsloftið fyrir næsta leik liðsins. Báðir leikmenn eru líka á leiðinni í landsleikjafrí og það hjálpar eflaust líka. Það er líka pottþétt að léttleiki Klopp mun hjálpa til og svo má ekki gleyma hinum skemmtilegi Brasilíumanni Roberto Firmino sem var þegar byrjaður að vinna í þessum málum á varamannabekknum á laugardaginn. Það er hins vegar alveg pottþétt að í næsta leik Liverpool, sem verður á móti Newcastle United 14. september næstkomandi, þá verða öll augu á þeim Mohamed Salah og Sadio Mane. Það verður fylgst með öllum svipbrigðum og öllum augnagotum þeirra á milli. Eftir þessa uppákomu í Burnley þá þurfa þeir Mohamed Salah og Sadio Mane að gefa margar stoðsendingar á hvorn annan áður en menn trúa því fyrir alvöru að þeir séu orðnir góðir vinir á ný. Enski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ósætti tveggja af stærstu stjörnum Evrópumeistara Liverpool enda fór það ekki á milli mála hjá neinum þegar Sadio Mane brjálaðist þegar hann var tekinn af velli á móti Burnley um helgina. Sadio Mane var reiður yfir því að Mohamed Salah reyndi sjálfur að „hnoða“ inn marki í stað þess að gefa á Sadio Mane sem var í dauðafæri. Sadio Mane var búinn að skora í leiknum en Mohamed Salah ekki. Mohamed Salah skoraði aftur á móti tvö mörk í leiknum á undan og hann fær líka að taka vítaspyrnur liðsins. Sadio Mane hefði jafnað við Salah í deildarmörkum á þessu tímabili hefði hann fengið boltann frá Salah og skoraði sitt þriðja mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu jafnmörg mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og enginn leikmaður í deildinni skoraði fleiri mörk. Það er augljóslega mikil keppni í gangi og stuðningsmenn Liverpool hafa nú örugglega áhyggjur af því að hún sé hreinlega orðin of mikil."Salah should've passed it a couple of times, but I like that in goalscorers. I'm sure it'll all be fine."@Carra23 and @laura_woodsy look ahead to Everton's game vs Wolves today, and discuss Liverpool's win over Burnley. You can watch #EVEWOL live on Sky Sports PL from 2pm. pic.twitter.com/eDTZBVQVg5 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2019Gamli Liverpool maðurinn Jamie Carragher, sem starfar nú sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpi, ræddi þessa uppákomu helgarinnar á Sky Sports eins og sjá má hér fyrir ofan. „Salah hefði átt að gefa hann í nokkur skipti en ég hrifinn af því hjá markaskorurum að þeir sjái bara markið. Ég er viss um að þetta verður í lagi,“ sagði Jamie Carragher. Liverpool er með fullt hús á toppnum og Jürgen Klopp fær því nægan tíma til að létta andrúmsloftið fyrir næsta leik liðsins. Báðir leikmenn eru líka á leiðinni í landsleikjafrí og það hjálpar eflaust líka. Það er líka pottþétt að léttleiki Klopp mun hjálpa til og svo má ekki gleyma hinum skemmtilegi Brasilíumanni Roberto Firmino sem var þegar byrjaður að vinna í þessum málum á varamannabekknum á laugardaginn. Það er hins vegar alveg pottþétt að í næsta leik Liverpool, sem verður á móti Newcastle United 14. september næstkomandi, þá verða öll augu á þeim Mohamed Salah og Sadio Mane. Það verður fylgst með öllum svipbrigðum og öllum augnagotum þeirra á milli. Eftir þessa uppákomu í Burnley þá þurfa þeir Mohamed Salah og Sadio Mane að gefa margar stoðsendingar á hvorn annan áður en menn trúa því fyrir alvöru að þeir séu orðnir góðir vinir á ný.
Enski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira