Innlent

Met frá árinu 1982 slegið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Verðlaunagripurinn sem methafi mun fá að taka með sér heim.
Verðlaunagripurinn sem methafi mun fá að taka með sér heim. Facebokk
Skógarmet var í dag slegið í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi en um er að ræða hraðamet í 60 metra hlaupi í 3. flokki, sem er flokkur stráka á aldrinum 10-12 ára og hefur metið staðið síðan árið 1982.

Núverandi methafi er 11 ára gamall piltur og hljóp hann á 8 sekúndum og 77 sekúndubrotum en fyrra metið var 8 sekúndur og 80 sekúndubrot.

„Stórglæsilegt afrek og fær nýi skógarmetshafinn þennan glæsilega grip sér til eignar,“ var skrifað í færslu sumarbúðanna á Facebook.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.