Innlent

Eldur kom upp í bíl á Þjóð­braut

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Búið var að slökkva mest allan eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn.
Búið var að slökkva mest allan eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út skömmu fyrir klukkan fimm í dag eftir að eldur kom upp í bíl á Þjóðbraut nærri Reykjanesbraut.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði í samtali fréttastofu að vegfarendur hafi verið búnir að slökkva mestan eld þegar slökkvilið kom á vettvang.

Hann segir bílinn hafa verið gamlan og eittvert tjón hafi orðið. Notast hafi verið við kolsýru til þess að slökkva í glæðum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×