Lífið

Kevin Hart birtir tilfinningaþrungið myndband frá endurhæfingunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Endurhæfingin gengur vonum framar hjá Kevin Hart.
Endurhæfingin gengur vonum framar hjá Kevin Hart.
Bandaríski grínistinn Kevin Hart slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Kaliforníu í byrjun september.

Hart var á ferð á Mullholand-veginum í Malibu þegar áreksturinn átti sér stað. Hart var farþegi í Plymouth Barracuda sem hafnaði utan vegar eftir að bílstjórinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór nokkrar veltur niður upphlaðinn vegkantinn.

Auk Harts voru tveir til viðbótar í bílnum. E! í Kanada greinir frá því að Kevin Hart hafi sjálfur deilt tilfinningaþrungnu myndbandið frá endurhæfingunni á sínum samfélagsmiðlum.

Alveg frá byrjun var ljóst að framundan væri löng og ströng endurhæfing hjá Hart en hann varð að gangast undir heljarinnar aðgerð þar sem læknar urðu að lagfæra skemmdir á hrygg á þremur mismunandi stöðum.

Hart ætti að ná fullum bata og gengur enduhæfingin vel eins og sést á myndbandinu hér að neðan.

Í sumar var búið að tilkynna um fimm ný verkefni sem Kevin Hart átti að taka þátt í og verða þau verkefni sett á ís í bili.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.