Kraftlyftingakona ársins er vegan: „Aldrei hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2019 16:30 Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage verður í Íslandi í dag í kvöld. „Mín hugsun er bara að ég lifi hérna á jörðinni og ég ætla að valda sem minnstum skaða, hvort sem það er umhverfislega eða siðferðislega. Ég vil bara gera mitt besta í lífinu og þetta er partur af því fyrir mig,“ segir kraftlyftingakonan Hulda B. Waage. Hulda var valin kraftlyftingakona ársins 2018, en hún á fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla auk þess að hafa sett mörg Íslandsmet. Eitt verður þó að teljast heldur óvenjulegt fyrir manneskju í hennar íþrótt, en Hulda er vegan. Hún segir lítið mál að ná árangri í kraftlyftingum án þess að borða kjöt eða dýraafurðir og blæs á málflutning á borð við að vegan fólk sé upp til hópa slappt og vannært. Hulda heldur úti vinsælli Instagram síðu og Youtube rás þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lyftingum og matargerð, en hún segir markmiðið að veita fólki innblástur hafi það áhuga á að tileinka sér vegan lífsstíl. „Það er ekkert þannig í alvörunni að allir sem eru vegan eða grænmetisætur séu með næringarskort. Ekki frekar en bara fólk sem borðar allan mat. Það er náttúrulega til, bara eins og með alætur, en ég hef ekki enn hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan,“ segir Hulda.Fer í rúmið átta og vaknar fimm Sjálfsaginn er mikill í lífi Huldu, en hún er búsett á Akureyri þar sem eiginmaður hennar er formaður kraftlyftingafélagsins. Hún vaknar klukkan fimm á morgnana, æfir tvisvar á dag og fer að sofa klukkan átta á kvöldin. Auk þess er Hulda í hlutastarfi, þar sem hún sér um mötuneyti Íslandsbanka í bænum. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veganvæða mötuneytið taki bankafólkið vel í ýmsa vegan rétti og meðlæti sem hún töfrar fram. Víða í samfélaginu sé fólk þó enn fast í þeirri mýtu að matur sé varla matur, nema hann innihaldi kjöt. „Það sem ég heyri í kringum mig er að fólk segir bara ég verð að fá eitthvað almennilegt, ég verð að fá próteinið mitt. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar fólk segir þetta við mig, ég svara bara; er ég ekki að fá próteinið mitt? Ég er alveg að ná árangri sko.“ Hulda ræðir lyftingar, æfingar, sjálfsaga, ballett og veganisma – svo eitthvað sé nefnt – í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Aflraunir Vegan Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Mín hugsun er bara að ég lifi hérna á jörðinni og ég ætla að valda sem minnstum skaða, hvort sem það er umhverfislega eða siðferðislega. Ég vil bara gera mitt besta í lífinu og þetta er partur af því fyrir mig,“ segir kraftlyftingakonan Hulda B. Waage. Hulda var valin kraftlyftingakona ársins 2018, en hún á fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla auk þess að hafa sett mörg Íslandsmet. Eitt verður þó að teljast heldur óvenjulegt fyrir manneskju í hennar íþrótt, en Hulda er vegan. Hún segir lítið mál að ná árangri í kraftlyftingum án þess að borða kjöt eða dýraafurðir og blæs á málflutning á borð við að vegan fólk sé upp til hópa slappt og vannært. Hulda heldur úti vinsælli Instagram síðu og Youtube rás þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lyftingum og matargerð, en hún segir markmiðið að veita fólki innblástur hafi það áhuga á að tileinka sér vegan lífsstíl. „Það er ekkert þannig í alvörunni að allir sem eru vegan eða grænmetisætur séu með næringarskort. Ekki frekar en bara fólk sem borðar allan mat. Það er náttúrulega til, bara eins og með alætur, en ég hef ekki enn hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan,“ segir Hulda.Fer í rúmið átta og vaknar fimm Sjálfsaginn er mikill í lífi Huldu, en hún er búsett á Akureyri þar sem eiginmaður hennar er formaður kraftlyftingafélagsins. Hún vaknar klukkan fimm á morgnana, æfir tvisvar á dag og fer að sofa klukkan átta á kvöldin. Auk þess er Hulda í hlutastarfi, þar sem hún sér um mötuneyti Íslandsbanka í bænum. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veganvæða mötuneytið taki bankafólkið vel í ýmsa vegan rétti og meðlæti sem hún töfrar fram. Víða í samfélaginu sé fólk þó enn fast í þeirri mýtu að matur sé varla matur, nema hann innihaldi kjöt. „Það sem ég heyri í kringum mig er að fólk segir bara ég verð að fá eitthvað almennilegt, ég verð að fá próteinið mitt. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar fólk segir þetta við mig, ég svara bara; er ég ekki að fá próteinið mitt? Ég er alveg að ná árangri sko.“ Hulda ræðir lyftingar, æfingar, sjálfsaga, ballett og veganisma – svo eitthvað sé nefnt – í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Aflraunir Vegan Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp