Stærstu íþróttaaugnablikin 2019 í myndum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2019 08:30 Megan Rapinoe vakti mikla athygli innan vallar sem utan. Hún varð heimsmeistari með Bandaríkjunum, best og markahæst á HM, pirraði Donald Trump Bandaríkjaforseta og fékk svo Gullboltann í lok árs. vísir/getty Íþróttaárið 2019 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Nýjar stjörnur stigu fram á sjónarsviðið, aðrar héldu sér á toppnum og enn aðrar komu til baka eftir erfið ár. Hér fyrir neðan má sjá valdar íþróttamyndir frá erlendum vettvangi 2019. Íþróttaárið 2019 erlendis í gegnum myndavélalinsuna - Gjörið þið svo vel. Endurkoma áratugarins. Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt sem tryggði honum sigurinn á Masters-mótinu. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár.vísir/getty Kawhi Leonard horfir á eftir skoti sínu sem tryggði Toronto Raptors sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA. Toronto fór svo alla leið og varð NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.vísir/getty Simone Biles með öll fimm gullverðlaunin sem hún vann á HM í áhaldafimleikum í Þýskalandi. Hún er sigursælasta fimleikakona allra tíma.vísir/getty Sigur Andy Ruiz á Anthony Joshua í titilbardaga í þungavigt í júní er einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. Joshua var ósigraður fyrir bardagann á meðan Ruiz var lítt þekktur. Joshua hefndi fyrir tapið með því að vinna Ruiz í öðrum bardaga í desember.vísir/getty Jürgen Klopp fær flugferð eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins.vísir/getty Siya Kolisi lyftir Webb Ellis-bikarnum eftir að Suður-Afríka sigraði England í úrslitaleik HM í ruðningi. Kolisi er fyrsti blökkumaðurinn sem er fyrirliði suður-afríska ruðningslandsliðsins.vísir/getty Tom Brady fagnar með fjölskyldu sinni eftir að New England Patriots vann Los Angeles Rams í Super Bowl 2019. Þetta var sjötti sigur Brady og Patriots í Super Bowl.vísir/getty Hin 15 ára Cori Gauff sló í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún sigraði m.a. Venus Williams. Framganga Gauff á Wimbledon vakti mikla athygli og leikir hennar fengu mest áhorf á mótinu.vísir/getty Fréttir ársins 2019 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Íþróttaárið 2019 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Nýjar stjörnur stigu fram á sjónarsviðið, aðrar héldu sér á toppnum og enn aðrar komu til baka eftir erfið ár. Hér fyrir neðan má sjá valdar íþróttamyndir frá erlendum vettvangi 2019. Íþróttaárið 2019 erlendis í gegnum myndavélalinsuna - Gjörið þið svo vel. Endurkoma áratugarins. Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt sem tryggði honum sigurinn á Masters-mótinu. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár.vísir/getty Kawhi Leonard horfir á eftir skoti sínu sem tryggði Toronto Raptors sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA. Toronto fór svo alla leið og varð NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.vísir/getty Simone Biles með öll fimm gullverðlaunin sem hún vann á HM í áhaldafimleikum í Þýskalandi. Hún er sigursælasta fimleikakona allra tíma.vísir/getty Sigur Andy Ruiz á Anthony Joshua í titilbardaga í þungavigt í júní er einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. Joshua var ósigraður fyrir bardagann á meðan Ruiz var lítt þekktur. Joshua hefndi fyrir tapið með því að vinna Ruiz í öðrum bardaga í desember.vísir/getty Jürgen Klopp fær flugferð eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins.vísir/getty Siya Kolisi lyftir Webb Ellis-bikarnum eftir að Suður-Afríka sigraði England í úrslitaleik HM í ruðningi. Kolisi er fyrsti blökkumaðurinn sem er fyrirliði suður-afríska ruðningslandsliðsins.vísir/getty Tom Brady fagnar með fjölskyldu sinni eftir að New England Patriots vann Los Angeles Rams í Super Bowl 2019. Þetta var sjötti sigur Brady og Patriots í Super Bowl.vísir/getty Hin 15 ára Cori Gauff sló í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún sigraði m.a. Venus Williams. Framganga Gauff á Wimbledon vakti mikla athygli og leikir hennar fengu mest áhorf á mótinu.vísir/getty
Fréttir ársins 2019 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira