Stærstu íþróttaaugnablikin 2019 í myndum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2019 08:30 Megan Rapinoe vakti mikla athygli innan vallar sem utan. Hún varð heimsmeistari með Bandaríkjunum, best og markahæst á HM, pirraði Donald Trump Bandaríkjaforseta og fékk svo Gullboltann í lok árs. vísir/getty Íþróttaárið 2019 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Nýjar stjörnur stigu fram á sjónarsviðið, aðrar héldu sér á toppnum og enn aðrar komu til baka eftir erfið ár. Hér fyrir neðan má sjá valdar íþróttamyndir frá erlendum vettvangi 2019. Íþróttaárið 2019 erlendis í gegnum myndavélalinsuna - Gjörið þið svo vel. Endurkoma áratugarins. Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt sem tryggði honum sigurinn á Masters-mótinu. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár.vísir/getty Kawhi Leonard horfir á eftir skoti sínu sem tryggði Toronto Raptors sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA. Toronto fór svo alla leið og varð NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.vísir/getty Simone Biles með öll fimm gullverðlaunin sem hún vann á HM í áhaldafimleikum í Þýskalandi. Hún er sigursælasta fimleikakona allra tíma.vísir/getty Sigur Andy Ruiz á Anthony Joshua í titilbardaga í þungavigt í júní er einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. Joshua var ósigraður fyrir bardagann á meðan Ruiz var lítt þekktur. Joshua hefndi fyrir tapið með því að vinna Ruiz í öðrum bardaga í desember.vísir/getty Jürgen Klopp fær flugferð eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins.vísir/getty Siya Kolisi lyftir Webb Ellis-bikarnum eftir að Suður-Afríka sigraði England í úrslitaleik HM í ruðningi. Kolisi er fyrsti blökkumaðurinn sem er fyrirliði suður-afríska ruðningslandsliðsins.vísir/getty Tom Brady fagnar með fjölskyldu sinni eftir að New England Patriots vann Los Angeles Rams í Super Bowl 2019. Þetta var sjötti sigur Brady og Patriots í Super Bowl.vísir/getty Hin 15 ára Cori Gauff sló í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún sigraði m.a. Venus Williams. Framganga Gauff á Wimbledon vakti mikla athygli og leikir hennar fengu mest áhorf á mótinu.vísir/getty Fréttir ársins 2019 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjá meira
Íþróttaárið 2019 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Nýjar stjörnur stigu fram á sjónarsviðið, aðrar héldu sér á toppnum og enn aðrar komu til baka eftir erfið ár. Hér fyrir neðan má sjá valdar íþróttamyndir frá erlendum vettvangi 2019. Íþróttaárið 2019 erlendis í gegnum myndavélalinsuna - Gjörið þið svo vel. Endurkoma áratugarins. Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt sem tryggði honum sigurinn á Masters-mótinu. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár.vísir/getty Kawhi Leonard horfir á eftir skoti sínu sem tryggði Toronto Raptors sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA. Toronto fór svo alla leið og varð NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.vísir/getty Simone Biles með öll fimm gullverðlaunin sem hún vann á HM í áhaldafimleikum í Þýskalandi. Hún er sigursælasta fimleikakona allra tíma.vísir/getty Sigur Andy Ruiz á Anthony Joshua í titilbardaga í þungavigt í júní er einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. Joshua var ósigraður fyrir bardagann á meðan Ruiz var lítt þekktur. Joshua hefndi fyrir tapið með því að vinna Ruiz í öðrum bardaga í desember.vísir/getty Jürgen Klopp fær flugferð eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins.vísir/getty Siya Kolisi lyftir Webb Ellis-bikarnum eftir að Suður-Afríka sigraði England í úrslitaleik HM í ruðningi. Kolisi er fyrsti blökkumaðurinn sem er fyrirliði suður-afríska ruðningslandsliðsins.vísir/getty Tom Brady fagnar með fjölskyldu sinni eftir að New England Patriots vann Los Angeles Rams í Super Bowl 2019. Þetta var sjötti sigur Brady og Patriots í Super Bowl.vísir/getty Hin 15 ára Cori Gauff sló í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún sigraði m.a. Venus Williams. Framganga Gauff á Wimbledon vakti mikla athygli og leikir hennar fengu mest áhorf á mótinu.vísir/getty
Fréttir ársins 2019 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjá meira