Bíó og sjónvarp

Vinsælasta efni Netflix á árinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu og það sama má segja um þriðju þáttaröð Stranger Things°.
Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu og það sama má segja um þriðju þáttaröð Stranger Things°.

Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu og það sama má segja um þriðju þáttaröð Stranger Things, 6 Underground, The Irishman, The Witcher og fleiri kvikmyndir og þætti.

Starfsmenn fyrirtækisins birtu nokkra lista á Twitter í kvöld en þeir byggja á því hve margir horfðu á minnst tvær mínútur af kvikmyndunum, þáttunum eða öðru efni á fyrstu 28 dögunum eftir útgáfu þess. Þá eiga listarnir eingöngu við Bandaríkin.

Á topp tíu lista ársins yfir það sjónvarpsefni sem flestir horfðu á voru níu kvikmyndir eða þættir sem voru sérstaklega framleiddir fyrir efnisveituna.

Nokkra af listunum má sjá hér að neðan og fleiri má finna á Twittersíðu Netflix í Bandaríkjunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.