Innlent

Gerði athugasemd við niðurstöðu dómnefndar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Davíð Þór Björgvinsson, Landsréttardómari.
Davíð Þór Björgvinsson, Landsréttardómari. Vísir/vilhelm

Davíð Þór Björg­vins­son, dóm­ari við Lands­rétt, gerði at­huga­semd­ir vegna niður­stöðu dóm­nefnd­ar um lausa stöðu við Hæsta­rétt að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nefnd­in skilaði um­sögn níunda des­em­ber síðastliðinn og fyr­ir helgi gerði dóms­málaráðherra til­lögu um skip­un Ing­veld­ar Ein­ars­dótt­ur í embættið. Nefnd­in treysti sér ekki til að gera upp á milli þriggja um­sækj­enda; Davíðs Þórs, Ing­veld­ar og Sig­urðar Tóm­as­ar Magnús­son­ar.

Öll eru þau nú dóm­ar­ar við Lands­rétt en bent er á í blaðinu að ósamræmi sé með niðurstöðu nefndarinnar nú og um­sögn dóm­nefnd­ar vegna Lands­rétt­ar í maí 2017. Þá var Davíð Þór met­inn lang­hæf­ast­ur af 33 um­sækj­end­um um 15 dóm­ara­stöður við Lands­rétt og þannig hæfari en Sigurður Tómas og Ingveldur.

Í athugasemdum sínum nú mun Davíð Þór, að sögn Morgunblaðsins, hafa gert grein fyrir þeirri skoðun sinni að engar forsendur væru fyrir því að víkja á svo afgerandi hátt frá niðurstöðunni 2017.


Tengdar fréttir

Ingveldur verður Hæstaréttardómari

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gert tillögu til forseta Íslands um skipun Ingveldar Einarsdóttur landsréttardómara sem dómara við Hæstarétt Íslands frá og með áramótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×