Man. United burstaði AZ og Gerrard kom Rangers á­fram | Öll úr­slit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Utd fagna í kvöld.
Leikmenn Utd fagna í kvöld. vísir/getty

Manchester United gerði sér lítið fyrir og burstaði AZ Alkmaar á heimavelli, 4-0, er liðin mættust í síðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gat leyft sér að dreifa aðeins álaginu á sína menn en fyrri hálfleikurinn var afspyrnu leiðinlegur. Allt markalaust.
United setti í fluggírinn frá 53. mínútu. Ashley Young kom þá United yfir og fimm mínútum síðar tvöfaldaði hinn ungi Mason Greenwood forystuna.

Juan Mata skoraði svo úr vítaspyrnu á 62. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Greenwood sitt annað mark. Fjögur mörk hjá heimamönnum á ellefu mínútum og lokatölur 4-0.
Í sama riðli vann Partizan Belgrad 4-1 sigur á Astana en Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Astana sem lenti 4-0 undir í leiknum. Þeir fengu einungis þrjú stig í riðlinum.

Wolves var í stuði á heimavelli er þeir pökkuðu saman Besiktas á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en Úlfarnir gengu á lagið í síðari hálfleik. Diego Jota gerði þrjú mörk á ellefu mínútum og Leander Dendoncker eitt.
Steven Gerrard og lærisveinar hans eru komnir áfram í 32-liða úrslit er Rangers gerði 1-1 jafntefli við Young Boys  á heimavelli í kvöld.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA Moskvu og Arnór Sigurðarson síðasta stundarfjórðunginn er liðið vann 1-0 sigur á Espanyol á útivelli. Fyrsti sigur CSKA í riðlinum sem kemst ekki áfram.
Öll úrslit dagsins:
*Liðin sem eru feitletruð eru komin áfram í 32-liða úrslitin

G-riðill:
Rangers - Young Boys 1-1
Porto - Feyenoord 3-2

H-riðill:
Espanyol - CSKA Moskva 0-1
Ludogorets - Ferencvaros 1-1

I-riðill:
Gent - Oleksandriya 2-1
Wolfsburg - Saint Etienne 1-0

J-riðill:
Borussia Mönchengladbach - Instanbul Basaksehir 1-2
Roma - Wolfsburger 2-2

K-riðill:
Slovan Bratislava - Braga 2-4
Wolves - Besiktas 4-0

L-riðill:
Man. United - AZ Alkmaar 4-0
Partian Belgrad - Astana 4-1

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.