„Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. desember 2019 10:00 Auðunn Blöndal fer yfir ferilinn í einlægu viðtali. vísir/vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. „Ég finn ekkert þannig fyrir því, allavega ekkert sem truflar mig. Þetta er bara svolítið eins og að búa á Sauðárkróki, og þar þekkja allir alla.“ Hann segist alveg hafa lent í því að fólk segja misgáfulega hluti við sig á skemmtanalífinu. „Það hefur alveg gerst og maður er öllu vanur. Auðvitað er skemmtilegra þegar fólk kemur og er að hrósa þér en hitt dettur alveg inn líka. Ég finn mun minna fyrir þessu þar sem ég fer mun minna niður í bæ svona eftir að maður fór loksins á fast, og hvað þá núna eftir að maður eignaðist bara.“ Auðunn segist oft hafa heyrt kjaftasögur um sig út í bæ. „Þú lærir bara á meðan fjölskylda manns veit sannleikann, þá skiptir þetta engu máli,“ segir Auðunn Blöndal sem hefur, eins og margir, sjálfur upplifað ákveðin áföll á sinni lífsleið. „Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið, og ég veit að fólk vill vel, að eftir að maður eignaðist barn þá er fólk oft að segja við mig að nú byrji lífið. Ég er ekki alveg sammála því. Nú byrjar lífið hans, en ekki mitt. Maður hefur átt sína sigra og töp. Svo er líka fullt af fólki sem getur ekki eignast barn eða langar bara ekki að eignast barn, þá hlýtur það að eiga sitt líf. Skilnaður foreldra minna fannst mér mjög erfiður og einn vinur minn tók sitt eigið líf og það var mjög erfitt. En það sem drepur þig ekki, styrkir þig. Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim.“Í þættinum ræðir hann einnig um feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið. Einkalífið Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. „Ég finn ekkert þannig fyrir því, allavega ekkert sem truflar mig. Þetta er bara svolítið eins og að búa á Sauðárkróki, og þar þekkja allir alla.“ Hann segist alveg hafa lent í því að fólk segja misgáfulega hluti við sig á skemmtanalífinu. „Það hefur alveg gerst og maður er öllu vanur. Auðvitað er skemmtilegra þegar fólk kemur og er að hrósa þér en hitt dettur alveg inn líka. Ég finn mun minna fyrir þessu þar sem ég fer mun minna niður í bæ svona eftir að maður fór loksins á fast, og hvað þá núna eftir að maður eignaðist bara.“ Auðunn segist oft hafa heyrt kjaftasögur um sig út í bæ. „Þú lærir bara á meðan fjölskylda manns veit sannleikann, þá skiptir þetta engu máli,“ segir Auðunn Blöndal sem hefur, eins og margir, sjálfur upplifað ákveðin áföll á sinni lífsleið. „Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið, og ég veit að fólk vill vel, að eftir að maður eignaðist barn þá er fólk oft að segja við mig að nú byrji lífið. Ég er ekki alveg sammála því. Nú byrjar lífið hans, en ekki mitt. Maður hefur átt sína sigra og töp. Svo er líka fullt af fólki sem getur ekki eignast barn eða langar bara ekki að eignast barn, þá hlýtur það að eiga sitt líf. Skilnaður foreldra minna fannst mér mjög erfiður og einn vinur minn tók sitt eigið líf og það var mjög erfitt. En það sem drepur þig ekki, styrkir þig. Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim.“Í þættinum ræðir hann einnig um feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið.
Einkalífið Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira